Fréttir

Lífvænleiki-og ónæmisstyrkjandi virkni þaraþykknis

Verkefninu R 43-17 " Lífvænleiki-og ónæmisstyrkjandi virkni þaraþykknis" er lokið.

20.5.2020

Markmið verkefnisins er að mæla lífvænleika- og ónæmis styrkjandi virkni þaraþykknis (seaweed extract), sem unnið er eftir nýrri aðferð og þróa úr því húðvörur.

Fyrri hluta verkefnis Zeto ehf, Lífvænleiki-og ónæmisstyrkjandi virkni þaraþykknis, er nú lokið. Markmið verkefnisins er að mæla lífvænleika- og ónæmis styrkjandi virkni þaraþykknis (seaweed extract), sem unnið er eftir nýrri aðferð og þróa úr því húðvörur.

Lífvirk náttúruefni úr sjávarfangi eru nýtt á marga vegu, meðal annars í húðáburði. Slík efni er hægt að vinna úr sjávarlífverum eins og þörungum. Sýnt hefur verið fram á að þykkni úr þörungum geti dregið úr öldrun húðar, búi yfir andoxunareiginleikum og dragi úr niðurbroti á utanfrumuefni eins og kollageni. Laminaria digitata (hrossaþari) er tegund stórþörunga sem að vex við strendur Íslands. Þykkni úr L. digitata hefur verið notað sem húðáburður en lífvirkni þess er þó lítið þekkt. Hér var útbúið þykkni úr L. digitat með nýrri aðferð sem veldur rofi á frumuveggnum án þess að beita skaðlegum efnum sem geta dregið úr lífvirkni. Áhrif þykknis úr L. digitata var skoðuð í frumumódelum með hyrnisfrumum úr húð (HaCaT frumur) annarsvegar og miðlagsfrumum úr beinmerg hinsvegar. Hraðari vöxtur sást fyrir HaCaT frumur þegar þær voru ræktaðar með þaraþykkni samanborið við viðmið og mældust eitrunaráhrif lág. Niðurstöðurnar benda til að þykkni úr L. digitata hemji ekki vöxt hyrnisfruma úr húð og geti, í lágri þéttni, stutt við virka frumufjölgun án þess að valda eitrunaráhrifum.

Fyrstu niðurstöður rannsóknar Platome Líftækni, sem voru kynntar á Líffræðiráðstefnunni 2017 sem haldin var í Reykjaví k26.-28. Október og á Hello Tomorrow Summit sem haldin var í París 26.-27. Oktober. 

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica