Fréttir

Karfaflokkari um borð í fiskiskip

26.9.2019

Verkefnið var margþætt og byggðist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði um það hvernig flokkarrinn ætti fyrst og fremst að líta út sem og hvernig virkni hans ætti að vera háttað. Það sem var sett fyrir hönnuði hans var að stærð hans þyrfti að vera sem minnst svo auðvelt væri að koma honum fyrir á millidekki fiskiskipa.

Karfaflokkari um borð í fiskiskip er samstarfsverkefni milli 3X Technology og H.B. Granda með aðstoð AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Upphaf þessa verkefnis má rekja aftur um tæp 2 ár þegar útgerðarfyrirtækið H.B. Grandi fór í nýsmíði á þremur nýjum togurum fyrir ferskfiskveiðar. Fyrirtækið leitaði til 3X Technology vegna vinnslubúnaðar og höfðu hugmyndir um hvort möguleiki væri á að hanna og smíða nýja tækni til þess að flokka ferskan karfa um borð í fiskiskipum.

Verkefnið var margþætt og byggðist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði um það hvernig flokkarrinn ætti fyrst og fremst að líta út sem og hvernig virkni hans ætti að vera háttað. Það sem var sett fyrir hönnuði hans var að stærð hans þyrfti að vera sem minnst svo auðvelt væri að koma honum fyrir á millidekki fiskiskipa.

Verkþættir verkefnisins voru eftirfarandi:

Verkþáttur 1: Upphafsfundur og tillögur að uppbyggingu karfaflokkara

(hugmyndavinna)

Verkþáttur 2: Hönnun karfaflokkara

Verkþáttur 3: Smíði á karfaflokkara

Verkþáttur 4: Prófanir á karfaflokkara

Verkþáttur 5: Þróun, endurbætur og prófanir

Verkþáttur 6: Stjórnun verkþátta og lokaskýrsluskrif

Verkþættirnir gengu allir eftir en verkþáttur 5, sem var um þróanir, endurbætur og prófanir gekk ekki eftir en hann féll inn í aðra verkþætti.

Niðurstöður verkefnisins er fullbúinn karfaflokkari sem getur afkastað 12-15 tonnum af karfa á klst. og með flokkunarnákvækmni upp á um 80%.

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica