Fréttir

Íslenskir hátísku skór úr fiskiroði markaðssettir á Asíumarkaði

Verkefni R 006-18 "Íslenskir hátísku skór úr fiskiroði markaðssettir á Asíumarkaði" lokið

26.9.2019

Með styrknum gat Kalda unnið að markaðssetningu erlendis og ber þar helst að nefna þátttöku á tískuvikunni í London þar sem ný lína var kynnt á opinberri dagskrá hjá British Fashion Council. Einnig var styrkurinn notaður í þátttöku á tískuvikunni París þar sem gerðir voru kaupsamningar við helstu tískuvöruverslanir heims á borð við Selfridges, Liberty, Harvey Nicols og Browns.

KALDA hlaut styrk frá AVS til að kynna skólínu sína á erlendum mörkuðum. Skórnir eru meðal annars unnir úr íslensku fiskileðri frá Sjávarleðri á Sauðárkróki og hafa hlotið mikið lof hér heima sem og erlendis.

Með styrknum gat Kalda unnið að markaðssetningu erlendis og ber þar helst að nefna þátttöku á tískuvikunni í London þar sem ný lína var kynnt á opinberri dagskrá hjá British Fashion Council. Einnig var styrkurinn notaður í þátttöku á tískuvikunni París þar sem gerðir voru kaupsamningar við helstu tískuvöruverslanir heims á borð við Selfridges, Liberty, Harvey Nicols og Browns.

Kalda þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem AVS hefur veitt fyrirtækinu, án þessa stuðnings er óvíst hvort þessi mikilvægu kaflaskil hefðu náðst í uppbyggingu ungs fyrirtækis. 

Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica