Fréttir

Athuganir á mettandi virkni þorskprótín hýdrolýsata

Verkefni R 010-15

18.9.2018

Fyrirtækið Iceprotein hefur sett upp framleiðsluferli á hágæða vatnsrofnu þorskpróteini til manneldis. Þróunin hefur leitt af sér IceProtein™ afurðina sem er undirstöðuefni í PROTIS™

Verkefninu Athuganir á mettandi virkni þorskprótín hýdrólýsata er lokið. Áralöng þróun sem m.a. hafur verið studd af AVS hefur skilað sér í að fyrirtækið Iceprotein hefur sett upp framleiðsluferli á hágæða vatnsrofnu þorskpróteini til manneldis. Þróunin hefur leitt af sér IceProtein™ afurðina sem er undirstöðuefni í PROTIS™ Fiskprótín fæðubótarefnunum sem eru framleidd af sprotafyrirtækinu PROTIS. PROTIS™ Fiskprótín vörulínan sem inniheldur IceProtein™ afurðina inniheldur 3 vörutegundir, Liði, Létt og 100% en þróun frekari afurða er fyrirhuguð.  Vitað er að vatnsrofið prótein býr yfir mettandi eiginleikum. Markmið verkefnisins var að staðfesta mettandi virkni þorskpróteinanna í dýratilraunum. Staðfestingin er mikilvæg fyrir markaðssetningu á IceProtein™ afurðinni sem og PROTIS™ Fiskprótín fæðubótarefnunum. Skoðuð voru nokkrar gerðir af vatnsrofnum prótínum sem framleidd voru með mismunandi ensímum. Niðurstöður gáfu vísbendingu um að vatnsrofið fiskprótín sem framleitt er á sama hátt og IceProtein™ afurðin hefðu áhrif á matarlyst hjá rottum þar sem rotturnar borðuðu minna magn eftir að hafa fengið vatnsrofna prótínið. Til að staðfesta virknina er nauðsynlegt að endurtaka tilraunirnar. AVS, Þróunarsjóði KS, FISK Seafood og rannsóknasjóði HÍ er þakkað fyrir stuðning við verkefnið.

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica