Fréttir

Lífvænleiki-og ónæmisstyrkjandi virkni þaraþykknis - 20.5.2020

Markmið verkefnisins er að mæla lífvænleika- og ónæmis styrkjandi virkni þaraþykknis (seaweed extract), sem unnið er eftir nýrri aðferð og þróa úr því húðvörur.

Lesa nánar

Nýstárleg hágæða innihaldsefni fyrir gæludýrafóður - 20.5.2020

Markmið verkefnisins var að framleiða nýstárleg innihaldsefni fyrir gæludýrafóður úr afskurði og öðrum hliðarhráefnum frá uppsjávarfiskvinnslu. 

Lesa nánar

Hámörkun gæða frosinna karfaafurða - 20.5.2020

Markmið verkefnisins var tvíþætt. Í fyrsta lagi að rannsaka áhrif tíma og hitastigs við geymslu í frosti, á myndun niðurbrotsefna í karfa. Það var gert með því að bera saman áhrif hitastigsbreytinga og meðhöndlunar í frostgeymslu við flutninga og áhrif á eðlis- og efnaeiginleika ásamt stöðugleika fitu í karfa. Í öðru lagi, að rannsaka áhrif aldurs hráefnis á gæði og stöðugleika í geymslu þ.s. kannaður var munurinn á karfaafurðum sem unnar voru fjórum- og níu dögum frá veiðum; sem og hvort munur væri á því á hvaða árstíma karfinn var veiddur.

Lesa nánar

Þýðing á sjófkumrystum þorskflö - 20.5.2020

Með aukinni eftirspurn á frystu sjávarfangi, bæði til notkunar hér á landi og til útflutnings er þörf á bættum þíðingarferlum. Með bættum þíðingarferlum aukast gæði og nýting afurða til áframhaldandi vinnslu hérlendis og erlendis, til veitingahúsa jafnt sem stórmarkaða.

Lesa nánar

Markaðir fyrir „fiskflos“ - 20.5.2020

         Fiskflos er búið til úr þurrkuðum fisk, úr ýmsum tegundum af fiski. Hæsta verðið fæst fyrir fiskflos sem búið er til úr túnfisk, lax og þorski (sambærilegar „floss“ vörur er gerðar úr nautakjöti, svínakjöti, kjúkling o.fl.). 

Lesa nánar

Þarmaheilsa eldisfiska - 20.5.2020

         Rannsóknir á þarmaflóru eldisfiska og notkun bætibaktería í fóður þeirra er talin vera sú nálgun sem gæti gefið góða raun til að bæta bæði vöxt og heilsu þeirra við eldisaðstæður. Atlantshafslax (Salmo salar) og bleikja (Salvelinus alpinus) eru tvær efnahagslega mikilvægustu eldistegundirnar á Íslandi. 

Lesa nánar

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski - 20.5.2020

 Markmið verkefnisins var að staðfesta mettandi virkni þorskpróteinanna í dýratilraunum. Staðfestingin er mikilvæg fyrir markaðssetningu á IceProtein™ afurðinni sem og PROTIS™ Fiskprótín fæðubótarefnunum. 

Lesa nánar

Markaðssetning á fæðubótarefnum úr íslensku þangi - 20.5.2020

         Í þessu verkefni, „Markaðssetning á fæðubótarefnum úr íslensku þangi“ sem unnið var af Marinox og Matís með styrk frá AVS, var markmiðið að nýta vannýttar auðlindir sjávar til aukinnar verðmætasköpunar með því að markaðssetja lífvirk efni úr bóluþangi sem fæðubótarefni. 

Lesa nánar

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica