Fréttir

Sjávarlífverur – leit að ónæmisstýrandi lyfjasprotum - 18.5.2020

      Í náttúrunni er að finna nytsöm efnasambönd með ýmis konar virkni, sem hægt er að nýta við þróun lyfja, en yfir þriðjungur allra lyfja á markaði í dag er kominn frá náttúruefnum. Sjávarlífverur framleiða efni sem eru frábrugðin sambærilegum efnum landlífvera og gætu því verið góð uppspretta nýrra lyfjasprota en rannsóknir á lífvirkni náttúruefna úr hafinu eru mjög skammt á veg komnar

Lesa nánar

Þíðing á sjófrystum þorskflökum - 18.5.2020

Með aukinni eftirspurn á frystu sjávarfangi, bæði til notkunar hér á landi og til útflutnings er þörf á bættum þíðingarferlum. Með bættum þíðingarferlum aukast gæði og nýting afurða til áframhaldandi vinnslu hérlendis og erlendis, til veitingahúsa jafnt sem stórmarkaða.

Lesa nánar

Íslenska aukaafurðir fisks markaðssettar í Bandaríkjunum - 18.5.2020

Feel Iceland mun hefja sölu á fæðubótaefnum unnum úr aukaafurðum fisks á Amazon í nóvember 2018. 

Lesa nánar

Veiruskimun á kvíalaxi og viltum laxi til fiskræktar - 18.5.2020

Meginmarkmið voru eftirfarandi:

I. Að prófa aðferðir til að undirbúa sýni úr safni Keldna og úr AVS-smáverkefni 2013- 2014 fyrir raðgreiningar á ómeinvirku afbrigði ISAV veirunnar (ISAV-HPR0).

II. Að kanna hvort PRV, PMCV og ISAV, væru til staðar hérlendis í völdum hópum laxa og að raðgreina jákvæðan efnivið, væri hann til staðar

Lesa nánar

Geta hrognkelsabakteríur smitað lax? - 18.5.2020

Laxalús herjar víða á laxeldi og veldur gífurlegum afföllum og verðmætatapi. Samvist laxfiska og hrognkelsa er nýstárleg aðferð til að aflúsa lax á vistvænan hátt og hefur skilað miklum árangri. Villtur fiskur getur borið ýmiss konar smit, eins og komið hefur fram nýlega þar sem veirusýking greindist í villtum hrognkelsaklakfiski á Íslandi árið 2015. Mikilvægt er því að vita hvort sýkingar sem eiga uppruna sinn í hrognkelsum geti borist í laxa, og öfugt.

Lesa nánar

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica