Fréttir

Efnastýrð fitusýrumyndun sjávarfrumvera til aukinnar afurðavinnslu) - 26.3.2020

Markmið verkefnisins var að kanna hvort að hægt væri að nota bætiefni í æti sjávarfrumvera (ófrumbjarga smáþörunga) til að auka fitumyndun þeirra í ræktun. Svipmyndir frá verkefninu: Smásjármynd af smáþörungum, smáþörungar í vökvarækt og lífhverfill hannaður til að skala ræktir upp í tilraunavinnslu. 

Lesa nánar

Lífvirkar smásykrur úr íslensku þangi - 26.3.2020

Þátttakendur verkefnisins Matís og IceProtein þróuðu aðferðir til framleiðslu og hreinsunar á beta-glúkan fjölsykrum úr brúnþörungum.

Lesa nánar

Hringor,ar í íslenskum sjávarútvegi - NEMO verlefnið - 26.3.2020

Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að greina útbreiðslu hringorma í íslenskum fiskafurðum og áhrif hans á greinina auk þess að og leita leiða til þess að greina hann og fjarlægja. Hinsvegar að safna gögnum sem styrkja þekkingargrunn fyrir íslenskan sjávarútvegi ef drög að reglugerð EU um bann við hringormum í sjávarafurðum verður að veruleika. Skýrsla um verkefnið er lokuð fyrst um sinn.

Lesa nánar

Þróun sértæks bóluefnis gegn kýlaveikibróður í bleikju - 26.3.2020

Kýlaveikibróðir A. salmonicida ssp. achromogenes (ASA) er sá sjúkdómur sem valdið hefur mestum afföllum í bleikjueldi síðustu ár. Einu fáanlegu bóluefnin á markaði eru þróuð gegn eiginlegri kýlaveiki í laxi. Markmið verkefnisins var þríþætt:

· Að þróa sértækt bóluefni gegn kýlaveikibróður í bleikju

· Að kanna fjölbreytileika kýlaveikibróður-stofna í bleikjueldi á Íslandi

· Að kortleggja hvaða sjúkdómsvaldandi bakteríur er að finna í bleikjueldi á Íslandi

Skýrsla um verkefnið er lokuð fyrst um sinn..

Lesa nánar

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica