Fréttir

Eiginleikar þorskshauss - 26.9.2019

Markmið verkefnisins (S 004-17) var fyrst og fremst að stuðla að frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhaus til þess að vega upp á móti þeirri markaðslegri hnignum sem hefur átt sér stað á þurrkuðum afurðum.

Lesa nánar

Íslenskir hátísku skór úr fiskiroði markaðssettir á Asíumarkaði - 26.9.2019

Með styrknum gat Kalda unnið að markaðssetningu erlendis og ber þar helst að nefna þátttöku á tískuvikunni í London þar sem ný lína var kynnt á opinberri dagskrá hjá British Fashion Council. Einnig var styrkurinn notaður í þátttöku á tískuvikunni París þar sem gerðir voru kaupsamningar við helstu tískuvöruverslanir heims á borð við Selfridges, Liberty, Harvey Nicols og Browns.

Lesa nánar

Karfaflokkari um borð í fiskiskip - 26.9.2019

Verkefnið var margþætt og byggðist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði um það hvernig flokkarrinn ætti fyrst og fremst að líta út sem og hvernig virkni hans ætti að vera háttað. Það sem var sett fyrir hönnuði hans var að stærð hans þyrfti að vera sem minnst svo auðvelt væri að koma honum fyrir á millidekki fiskiskipa.

Lesa nánar

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica