Fréttir

Aukin gæði og nýting saltfisks með fiskipróteinum

Verkefnið R 035-11 lokið

1.10.2018

Markmið verkefnisins var að þróa áfram nýja verkunaraðferð, náttúruleg fiskiprótein unnin úr þorskmarningi, til að auka gæði og nýtingu saltfisks

Lokið er verkefnið „Aukin gæði og nýting saltfisks með fiskipróteinum“. Markmið verkefnisins var að þróa áfram nýja verkunaraðferð, náttúruleg fiskiprótein unnin úr þorskmarningi, til að auka gæði og nýtingu saltfisks. Verkefnið gekk vel og fengust góðar niðurstöður sem hægt er að nýta til að bæði auka nýtingu og gæði á saltfiskflökum framleiddum úr þorski. Uppskölun á framleiðslu marnings, vinnslu þorskpróteina og framleiðslu á próteinlausn til innsprautunar tókst mjög vel upp.  Próteininnsprautun jók nýtingu framyfir hefðbundna pækilinnsprautun og voru gæði og geymsluþol afurða mjög góð og yfirleitt betri en pækilsprautaðra flaka.  Myndin sýnir Innsprautun þorskflaka með próteinlausn.

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica