Fréttir

Ný úthlutunarnefnd

Ráðherra skipar nyja úthlutunarnefnd fyrir AVS sjóðinn

14.5.2018

Kristján Þór Júlíusson skipaði nýlega nýja úthlunarnefnd til næstu fjögurra ára. Í henni eiga sæti: Ólafur Halldórsson Akureyri, Hólmfríður Sveinsdóttir Sauðárkróki og Jan Hermann Erlingsson Garðabæ.

Útdráttur
Samkvæmt reglum um AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi var samið við Byggðastofnun um stjórnsýslulega umsjón með sjóðnum. Jafnframt var stjórn sjóðsins lögð af en skipuð þriggja manna úthlutunarnefnd, sem gera skyldi tillögur til ráðherra um styrki. Í nefndina voru skipuð Lárús Ægir Guðmundsson formaður, Arndís Ármann Steinþórsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. Nefndin var skipuð í janúar 2014 til fjögurra ára og rann því skipunartími nefndarinnar út í ársbyrjun. Kristján Þór Júlíusson skipaði nýlega nýja úthlunarnefnd til næstu fjögurra ára. Í henni eiga sæti: Ólafur Halldórsson Akureyri, Hólmfríður Sveinsdóttir Sauðárkróki og Jan Hermann Erlingsson Garðabæ. Nefndin hefur þegar tekið til starfa og mun ráðherra væntanlega mjög fljótlega fylgja tillögum hennar um styrki ársins eftir.Um leið og ný úthlutunarnefnd er boðin velkomin til starfa er fráfarandi nefnd þökkuð vel unnin störf síðustu fjögur ár.
Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica