Fréttir

Athugið með umsóknafrest - er í raun mánudagur 3. desember - 20.11.2018

Mánudaginn 3. desember 2018 kl. 20 rennur út umsóknafrestur vegna styrkja á árinu 2019. Lesa nánar

Umsóknarfrestur fyrir styrki ákveðinn 1. desember - 15.10.2018

Umsóknarfrestur fyrir styrkveitingar vegna 2019  er óbreyttur frá fyrri árum eða til 1. desember 2018.  Vonast er til að hægt verði að svara umsækjendum í febrúar/mars 2019.  Áherslur sjóðsins verða svipaðar og áður. Hámarksupphæð rannsóknastyrkja er 12 milljónir kr. og líkt og áður er hægt að sækja um styrki til allt að þriggja ára verkefna þó styrkloforð gildi aðeins eitt ár í einu. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir árið 2019 eru aðgengilegar á heimasíðunni og er umsækjendum bent á að nota nýjustu útgáfur af þessum skjölum. Nú hafa verið gerðar þær breytingar að umsóknarfrestur vegna smáverkefna verður sá sami og vegna rannsóknaverkefna en jafnframt hafa hámarksstyrkir vegna þeirra verið hækkaðir í þrjár milljónir kr. Augýsingar um umsóknarfrest verða birtar í fjölmiðlum næstu daga en auk þess má nálgast auglýsinguna hér.

Aukin gæði og nýting saltfisks með fiskipróteinum - 1.10.2018

Markmið verkefnisins var að þróa áfram nýja verkunaraðferð, náttúruleg fiskiprótein unnin úr þorskmarningi, til að auka gæði og nýtingu saltfisks

Lesa nánar

Athuganir á mettandi virkni þorskprótín hýdrolýsata - 18.9.2018

Fyrirtækið Iceprotein hefur sett upp framleiðsluferli á hágæða vatnsrofnu þorskpróteini til manneldis. Þróunin hefur leitt af sér IceProtein™ afurðina sem er undirstöðuefni í PROTIS™

Lesa nánar

Veiruhemjandi Penzyme-chymotrypsin efnablanda - 18.9.2018

Markmið verkefnisins var að kanna áhrif ýmissa náttúrefna á stöðugleika Penzyme og chymotrypsín til að auka líftíma og/eða sýklahemjandi virkni efnablöndu sem inniheldur þessi ensím.

Lesa nánar

Ársskýrsla AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi - 2.8.2018

 Skýrslan hefur að geyma upplýsingar um starfsemi sjóðsins á árinu, hvaða verkefni hafa verið styrkt og hvaða skýrslur bárust á árinu.

Lesa nánar

Styrkt verkefni 2018 - 3.7.2018

Veittir voru 11 styrkir til fiskeldis samtals rúmar 65 milljónir kr., 7 styrkir til markaðsverkefna samtals 36, 5 milljónir kr., 11 styrkir til líftækniverkefna samtals 77 milljónir kr. og 11 styrkir til verkefna í styrktatrflokknum veiðar og vinnsla samtals tæpar 59 milljonir kr. Samtals eru þetta 40 verkefni sem voru styrkt um 237,7 milljónir kr.  Lesa nánar

Ný úthlutunarnefnd - 14.5.2018

Kristján Þór Júlíusson skipaði nýlega nýja úthlunarnefnd til næstu fjögurra ára. Í henni eiga sæti: Ólafur Halldórsson Akureyri, Hólmfríður Sveinsdóttir Sauðárkróki og Jan Hermann Erlingsson Garðabæ.

Útdráttur Lesa nánar

Aukin þekking á heilnæmi íslenskrar bláskeljar - rannsóknir á sambandi eitraðra svifþörunga í sjó og uppsöfnun eiturs í bláskel. - 19.1.2018

Framkvæmd verkefnisins hófst vorið 2016 og stóð í eitt ár en úrvinnslu gagna og skýrslugerðum er nú lokið.Fjarðarskel ehf. hóf ræktun kræklings árið 2013 í Hvalfirði og forsvarsmenn fyrirtækisins komust fljótlega að því að erfitt var að áætla uppskerutíma í samanburði við önnur framleiðslulönd.

Lesa nánar

Repjumjöl í fóður fyrir lax - 18.1.2018

Notkun repjumöls í fóðri fyrir Atlantshafslax hefur lítið verið rannsökuð og þess vegna var farið í það verkefni, með styrk frá AVS sjóðnum, að skoða áhrif þess að skipta út fiskimjöli fyrir repjumjöl á vöxt, fóðurnýtingu og þrif hjá laxi.

Lesa nánar

Sjávarlífverur - leit að ónæmisstýrandi lyfjasprotum - 18.1.2018

Í náttúrunni er að finna nytsöm efnasambönd með ýmis konar virkni, sem hægt er að nýta við þróun lyfja, en yfir þriðjungur allra lyfja á markaði í dag er kominn frá náttúruefnum. Sjávarlífverur framleiða efni sem eru frábrugðin sambærilegum efnum landlífvera og gætu því verið góð uppspretta nýrra lyfjasprota en rannsóknir á lífvirkni náttúruefna úr hafinu eru mjög skammt á veg komnar.Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda einangrun til að finna efni í sjávarlífverum sem hafa áhrif á bólgusvar angafrumna og ákvarða með hvaða hætti þau verka.

Lesa nánar

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica