Fréttir

Bestun ferskfiskflutninga R 034-14

Verkefninu "Bestun ferskfiskflutninga" er lkið. Tilvísunarnúmerið er R 034-14.

19.7.2017

Tvær skýrslur hafa verið gerðar vegna þessa verkefnis og er önnur þeirra lokuð. Frekari upplýsingar má fá hjá Matís ohf

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 1 er markmiðið að áætla hæfilegt magn og gerð ískrapa til að halda fiskhitastigi í –1 °C í flutningi í kerum. Smíðuð eru varmaflutningslíkön af 340 PE og 460 PE matvælakerum frá Sæplasti til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda –1 °C innan í kerum, sem er ákjósanlegt hitastig fyrir geymslu á ferskum hvítfiskafurðum.  

Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica