Fréttir

Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka R 014-16 - 29.6.2017

 Það er vel þekkt að fiskur stífnar við upphaf dauðastirðnunar og er oftar en ekki meðhöndlaður í slíku ástandi, færður á milli kara eftir löndun ásamt því að vera slægður og umísaður. Við mikinn og kröftugan samdrátt í dauðastirðnun getur myndast los í flökum sem skerðir gæði hráefnisins. Mikilvægt er að aðlaga vinnslu að dauðastirðnun og stýra ferlinu til að koma í veg fyrir gæðatap, t.d. los og lakari áferð (e. texture).

Lesa nánar

Virðisaukning í CitoClear kítósan framleiðslu R 14 023-14 - 29.6.2017

Markmiðið með verkefninu var að þróa gel með náttúrulegu ChitoClear® kítósani til lækningar á húðsárum og tengdum vandamálum og kanna stöðugleika og virkni þess. Lesa nánar

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica