Fréttir

Markaðsmöguleikar PreCold í EU og USA R 002-15

Verkefninu "Markaðsmöguleikar PreCold í EU og USA"  R 002-15 er lokið.

22.11.2016

Markmiðið með verkefninu var að markaðssetja PreCold á Íslandi vorið 2015 og kanna möguleika á skráningu vörunnar í Bandaríkjunum, auk markaðsgreiningar fyrir Bandaríkin og Evrópu.

Hjá íslenska líftæknifyrirtækinu Zymetech ehf. er lokið verkefni sem styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Markmiðið með verkefninu var að markaðssetja PreCold á Íslandi vorið 2015 og kanna möguleika á skráningu vörunnar í Bandaríkjunum, auk markaðsgreiningar fyrir Bandaríkin og Evrópu. PreCold er munnúði gegn kvefi sem unnin er úr aukaafurðum frá þorski og eykur varan þannig virði þorskafurða.PreCold var markaðsett með góðum árangri í janúar 2015. Byggt á fyrirliggjandi gögnum um sölu, klíníska virkni og kaupendahegðun, er áætlað að allt að 80.000 veikindadagar hafi sparast á fyrsta söluári PreCold.  Til viðbótar við þann fjárhagslega ávinning sem fækkun veikindadaga hefur fyrir þjóðfélagið í heild, eykur PreCold verðmæti vannýttra þorskafurða og styrkir íslenskan sjávarútveg og líftækniiðnað.Í verkefninu vargerð ítarleg greining á markaðsmöguleikum PreCold í Evrópu og Bandaríkjunum. Markaðsrannsóknin greindi einnig möguleikana á notkun samfélagsmiðla til markaðssetningar á PreCold og munu niðurstöðurnar nýtast við markaðsetningu vörunnar á komandi misserum. Ávinningur verkefnisins er því aðallega fólginn í þjóðhagslegum ávinningi í fækkun veikindadaga, ásamt ítarlegum upplýsingum um skráningar- og markaðsmöguleika PreCold erlendis, sem mun styðja við sókn Zymetech á erlenda markaði.

Skýrsla vegna verkefnisins er lokuð fyrst um sinn.

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica