Fréttir

Verkefnið " Könnun á hagkvæmni á framleiðslu afurða úr sjávarfrumverum (Thraustochytriaceae)" R 069-12

Verkefninu "Könnun á hagkvæmni á framleiðslu afurða úr sjávarfrumverum (Thraustochytriaceae)" er lokið. Skýrsla vegna verkefnisins verður lokuð fyrst um sinn.

25.10.2016

Markmið verkefnisins var að kanna hvort að hægt væri að nýta úrgang  og  vannýttar hliðarafurðir frá sjávarútvegi og landbúnaði til ætisgerðar fyrir ófrumbjarga smáþörunga. 

Verkefninu „Könnun á hagkvæmni á framleiðslu afurða úr sjávarfrumverum (Thraustochytriaceae)“ lokið.Markmið verkefnisins var að kanna hvort að hægt væri að nýta úrgang  og  vannýttar hliðarafurðir frá sjávarútvegi og landbúnaði til ætisgerðar fyrir ófrumbjarga smáþörunga. Náttúrulegur eiginleiki þeirra, til að mynda hátt hlutfall omega-3 fitusýrur, var notaður til  afurðaframleiðslu. Glycerol, sem er hliðarafurð frá lífdísilframleiðslu, reyndist vel sem kolvetnagjafi. Bæði sjálfmelt þorskiður og prótein, sem unnið var úr afskurði frá fiskvinnslu, nýttust einnig vel sem köfnunarefnisgjafar í ræktum. Magn fitusýra var að auki mest í þeim ræktum sem uxu við besta gildi próteinstyrks frá afskurði. Hliðarafurðir frá sláturfé og nautgripum (bris, lungu og milta) gagnaðist einnig til gerðar köfnunarefnishluta ætis. Tilraunir á uppskölun í 12 L lífhverflum (e. bioreactor) sýndu að ræktun, sem byggir á lotu-fóðrun, gaf 70% meiri lífmassa í samanburði við lotu-ræktun sem gæti gert uppskölun einfaldari. Að auki var vaxtarhraði þörunga, sem ræktaðir voru á æti, sem gert var úr sjálfmeltri þorskiður, hærri í samanburði við staðlað örveruæti. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nýta úrgang frá sjávarútvegi og landbúnaði til hagkvæmrar afurðavinnslu ófrumbjarga smáþáþörunga.

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica