Fréttir

Verkefnið "Forsnyrting flaka með aukinni sérhæfingu og skilvirkni"

Verkefninu "Forsnyrting flaka með aukinni sérhæfingu og skilvirkni" R 083-13 er lokið

25.10.2016

 Í verkefninu voru skoðaðir kostir á nýju verklagi við snyrtingu flaka, og þá sérstaklega í tengslum við þróun nýrri vinnslutækni þar sem beingarðsskurður var gerður sjálfvirkur („Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum“ verkefni sem styrkt var af AVS, Tækniþróunarsjóði og NICe). Skýrsla um verkefnið er lokuð fyrst um sinn.

Lokið er verkefninu „ Forsnyrting flaka með aukinni sérhæfingu og skilvirkni “ sem unnið var af Marel og Matís, með styrk frá AVS. Í verkefninu voru skoðaðir kostir á nýju verklagi við snyrtingu flaka, og þá sérstaklega í tengslum við þróun nýrri vinnslutækni þar sem beingarðsskurður var gerður sjálfvirkur („Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum“ verkefni sem styrkt var af AVS, Tækniþróunarsjóði og NICe). Aflað var upplýsinga um þau handtök og þær aðgerðir sem fara fram við snyrtingu flaka. Þau gögn voru höfð til hliðsjónar við hönnun á nýju vinnslufyrirkomulagi við snyrtingu. Tilgangurinn er að því að starfsfólk nýtist betur innan vinnslunnar, skilvirkni aukist, meðhöndlun hráefnis batni og vinnslutími styttist. Smíðuð var frumgerð að nýrri snyrtilínu sem gerir þetta fyrirkomulag kleift og miðar að því að handvirk meðhöndlun hráefnis verði sem minnst meðan á vinnslu stendur. Á sama tíma er ljóst að tíðni og eðli hráefnis- og vinnslugalla hefur umtalsverð áhrif á þær breytingar sem mögulegar á vinnsluferlinum. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast til áframhaldi þróunar á tæknilausnum fyrir hvítfiskiðnaðinn.  

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica