Fréttir

Virðiskeðja Vestmannaeyja

Verkefninu "Virðiskeðja Vestmannaeyja" V 019-11 er lokiðl

26.5.2016

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni verkefnis sem Matís og Vinnslustöð Vestmannaeyja unnu saman með styrk frá AVS. Markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum.

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni verkefnis sem Matís og Vinnslustöð Vestmannaeyja unnu saman með styrk frá AVS. Markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum. Þessir blettir sem myndast á ferskum karfaflökum eru gulleytir og myndast innan fimm daga frá vinnslu flakanna, það skapar vandamál vegna flutningstíma þeirra og skerðir gæði þeirra vegna sjónrænna áhrifa.

Rannsóknirnar sem voru framkvæmdar í verkefninu ná yfir þessa fimm daga sem tekur blettina að myndast. Í tilraunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir blettamyndunina var ferskum karfaflökum pakkað annars vegar í frauðplastkassa þar sem motta á botninum leysti út koltvíoxíð á meðan hinn hermdi flutningur átti sér stað og hins vegar var flökunum pakkað einu og einu í lofttæmdar umbúðir þar sem einnig var motta undir þeim sem hleypti út koltvíoxíði. Niðurstöðurnar voru þær að með þessum umbúnaði flakanna var komið í veg fyrir oxun lípíða í holdinu en bæði sjónræn  áhrif og áferð flakanna versnuðu.

Önnur tilraun var þá gerð þar sem karfi var blóðgaður um leið og hann var tekinn um borð í veiðiskipið og hann borinn saman við karfa sem kom óblóðgaður að landi (eins og venjan er) yfir fimm daga tímabil. Niðurstöðurnar urðu þær að blettirnir voru minna áberandi í fiskinum sem hafði verið blóðgaður um borð í veiðiskipinu.

Lokaniðurstöður urðu þær að líklegur orsakavaldur þessara gulleytu bletta sem myndast á ferskum karfaflökum sé tengd niðurbroti á litarefnum sem innihalda járn s.s. blóðrauða og vöðvarauða (mýóglóbini).

Skýrslu um verkefnið má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica