Fréttir

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki

Verkefninu "Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki" R 056-11 lokið

4.5.2016

 Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim. 

Verkefnið snýst um að kanna forsendur á því að hefja flökun á loðnu í íslenskum sjávarútvegi með það að markmiði að auka virði íslenskra loðnuafurða. Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim. Allar afurðir verkefnisins eru metnar af sérfræðingum í skynmati og þeim gefið álit skynmatdómara. Einnig eru afurðirnar kynntar á markaði. Gerðar eru tilraunir með flökun á loðnu í loðnuflökunarvél sem álitið er að sé forsenda þess að iðnaðurinn eigi möguleika á að skapa aukið virði úr loðnuafurðum Íslendinga með meiri fullvinnslu.

Skýrsla vegna verkefnisins er lokupð fyrst um sinn. 
Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica