Fréttir

Útflutningur á gæludýranammi til Kína

Verkefninu "Útflutningur á gæludýranammi til Kína" R 015-15 er lokið

3.5.2016

 Íslenskir framleiðendur á gæludýranammi eru vel undir það búnir að auka framleiðsluna umtalsvert ef vel tekst til að koma framleiðslunni inn á kínverska markaðinn.

Verkefnið gengur út á að koma gæludýranammi gerðu úr íslenskum sjávarafurðum af íslenskum framleiðendum á markað í Kína.  Íslenskir framleiðendur á gæludýranammi eru vel undir það búnir að auka framleiðsluna umtalsvert ef vel tekst til að koma framleiðslunni inn á kínverska markaðinn. Stór hluti framleiðendanna notar hráefni sem fellur til í annarri framleiðslu viðkomandi fyrirtækja eða auðvelt er að kaupa á hagstæðu verði, hér er átt við t.d. fiskroð og afskurð.

 

Markaður fyrir gæludýranammi (e. Treat) eins og markaður fyrir gæludýrafóður hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og áratugum í heiminum. Hin augljósa ástæða er fjölgun gæludýra í vel megandi samfélögum vestan hafs og austan. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl á þessum markaði með ágætis árangri. Aðal útflutningslönd þeirra eru norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland og Þýskaland og gæludýrin fyrst og fremst hundar og kettir. 

 

Útflutningur á gæludýranammi hefur smá saman verið að aukast frá því fyrir aldamót. Verðmætaaukning hráefnis er óvíða meiri í sjávarafurðum, þar sem ódýru hráefni er breytt dýra vöru. Verðmætaaukning við verulega aukna framleiðslu hleypur því á tugum eða jafnvel hundruðum milljóna króna.

 

Íslensku framleiðendurnir á gæludýranammi sem þátt taka í þessu verkefni eiga það sameiginlegt að hafa langa reynslu í framleiðslu, sölu og útflutningi á gæludýranammi. Áhersla hefur alltaf verið á að selja hágæða gæludýranammi sem búið er til úr sjávarfangi. Stærsti framleiðandinn, Fisksöluskrifstofan ehf. hefur að auki vottun um að hans gæludýranammi er hæft til manneldis. Hátt verð og gæði skipta mestu máli og er ætlunin að fara með það að leiðarljósi inn á kínverska markaðinn. 

 

Viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Kína, Petur Yang Ly, annast stærsta verkþátt verkefnisins. Petur er kínverskur og hefur áralanga reynslu af því að vinna fyrir íslensk fyrirtæki á kínverska markaðnum. Hans hlutverk er að skoða og greina markaðinn og skila skýrslu, markaðskönnun, í lok þeirrar vinnu. Til aðstoðar hefur Petur kínverskt markaðsfyrirtæki með sérfræði kunnáttu varðandi gæludýranammi og markað fyrir það í Kína. 

 

Fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands sem tók gildi 1. júlí 2015 verður nýttur til þess að ná forskoti á markaðnum. Tilgangur fríverslunarsamningsins er að liðka fyrir viðskiptum á milli landanna í vöruviðskiptum. Samningurinn felur í sér niðurfellingu tolla á ýmsar sjávarafurðir þ.m.t. gæludýranammi sem hér um ræðir. 

Skýrslu um verkefnið má nálgast hér. 

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica