Fréttir

Markaðsmöguleikar PreCold í EU og USA R 002-15 - 22.11.2016

Markmiðið með verkefninu var að markaðssetja PreCold á Íslandi vorið 2015 og kanna möguleika á skráningu vörunnar í Bandaríkjunum, auk markaðsgreiningar fyrir Bandaríkin og Evrópu.

Lesa nánar

Vinnsla á grjótkrabba R 009-15 - 14.11.2016

markmið þessa verkefnisins var að gera tilraunir á vinnslu grjótkrabba á frumstigum sem er þá helst frysting á heilum eða hlutuðum hráum og soðnum krabba, auk þess að gera tilraunir með mismunandi aðferðir við að vinna kjöt úr krabbanum. Tækjabúnaður til vinnslu á kjöti úr kröbbum er frekar dýr og því hornsteinn verkefnisins að leggja mat á mögulega vinnslu á lítið unnum krabba til sölu á innlendum og erlendum mörkuðum, eins og hvernig best geti verið að uppfæra vinnsluna frá frumvinnslu til vinnslu á kjöti úr grjótkrabba.

Lesa nánar

Markaðssetning á saltfiski í Suður-Evrópu - 14.11.2016

Markmiðið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða og auka verðmætasköpun með því að treysta orðspor og ímynd saltaðra þorskafurða sem úrvals afurða. Það er gert með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Í öðru lagi að efla tengsl við lykilhagsmunaaðila, innkaupa- og dreifingaraðila með fræðslu og kynningum, og að síðustu skapa áhuga kaupenda á íslenskum fiski og festa í sessi núverandi og nýja neytendur.

Lesa nánar

Lífvirkt sjávarpeptíð og íslenskt þang R 031-14 - 14.11.2016

 Markmiðið verkefnisins var að þróa lífvirk sjávarpeptíð, unnin úr aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, með ýmsa lífvirka eiginleika, framleitt á iðnaðarskala í verksmiðju Iceprotein á Sauðárkróki

Lesa nánar

Betri nýting bolfisks V 030-12 - 9.11.2016

Vélgag ehf, Rammi ehf, Þorbjörn hf og Matís ohf unnu þetta verkefni

Lesa nánar

Ljósvarpa - 27.10.2016

Byltingarkvarpaennd aðferð við togveiðar. Í verkefninu Ljósvarpa, sem styrkt var af AVS og Tækniþróunarsjóði, var lokið við smíði og sjóprófunum á nýrri tegund togveiðafæra sem notar ljósgeisla til að smala fiski inn í smáa togvörpu. Mótstaða vörpunar í togi er mun minni en hefðbundinna togavarpa og olíunotkun því umtalsvert lægri. Skýrsla vegna verkefnisins verður lokuð fyrst um sinn. Lesa nánar

Verkefnið " Könnun á hagkvæmni á framleiðslu afurða úr sjávarfrumverum (Thraustochytriaceae)" R 069-12 - 25.10.2016

Markmið verkefnisins var að kanna hvort að hægt væri að nýta úrgang  og  vannýttar hliðarafurðir frá sjávarútvegi og landbúnaði til ætisgerðar fyrir ófrumbjarga smáþörunga. 

Lesa nánar

Hágæðalifur - lifragull - 25.10.2016

Niðurstöður verkefnisins gefa m.a. til kynna að ensímvirkni í lifur er í öfugu hlutfalli við fituhlutfall, þ.e. er lágt í janúar þegar fituhlutfallið er hátt og fari svo hækkandi með lækkandi fituhlutfalli. 

Lesa nánar

Verkefnið "Forsnyrting flaka með aukinni sérhæfingu og skilvirkni" - 25.10.2016

 Í verkefninu voru skoðaðir kostir á nýju verklagi við snyrtingu flaka, og þá sérstaklega í tengslum við þróun nýrri vinnslutækni þar sem beingarðsskurður var gerður sjálfvirkur („Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum“ verkefni sem styrkt var af AVS, Tækniþróunarsjóði og NICe). Skýrsla um verkefnið er lokuð fyrst um sinn.

Lesa nánar

 " Vistey - Upplýsingaveita um lífríki sjávar við Norðurland" V 015-15 - 19.10.2016

Upplýsingaveita um lífríki sjávar við Norðurland, SeaIceland, hefur nú verið opnuð. Tilgangur hennar er að veita ferðamönnum og aðilum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi gátt að því sem er að gerast neðansjávar á svæðinu. Lesa nánar

Ársskýrsla AVS sjóðsins fyrir árið 2015  - 11.10.2016

Ársskýrsla AVS sjóðsins fyrir árið 2015 er eins og undanfarin ár aðeins aðgengileg á rafrænu formi. Hana má nálgast hér að neðan. Lesa nánar

Saltfiskþurrkun við íslenskar aðstæður - 27.5.2016

Markmiðið með þessu verkefni var að byggja upp þekkingu við framleiðslu á þurrkuðum saltfisk úr íslensku hráefni, sem hefur verið saltaður og þurrkaður við íslenskar aðstæður með notkun jarðvarma. Ennfremur að þróa þurrktækni sem getur framleitt sambærilega afurð og jafnvel betri en er á markaði í dag. Skýrsla um verkefnið er l okuð fyrst um sinn. Lesa nánar

Sjálfvirk greining átusýna - 26.5.2016

Markmið þess var að tryggja framhald á sjálfvirkri greiningu átusýna í Þekkingarsetri Suðurnesja í samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda rannsóknir á dýrasvifi afar mikilvægur liður fjölmargra rannsóknaverkefna. Verkefnið skiptist í tvo verkþætti, annars vegar skönnun átusýna og hins vegar innslátt og greiningu lýsigagna.

Lesa nánar

Virðiskeðja Vestmannaeyja - 26.5.2016

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni verkefnis sem Matís og Vinnslustöð Vestmannaeyja unnu saman með styrk frá AVS. Markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum. Lesa nánar

Hallandi beingarðs- og flakaskurður er byggir á þrívíðri röntgengreiningu - 17.5.2016

Valka hefur á undanförnum árum unnið mikla þróunarvinnu í tengslum við sjálfvirkan beinaskurð á fiskflökum. Mikilsverður árangur hefur náðst og eru í dag alls 7 sjálfvirkar beinaskurðarvélar í fullri notkun við skurð á þorski og öðrum hvítfiski á Íslandi og í Noregi.

Lesa nánar

Kæling karfa í vinnslu og flutningi - 4.5.2016

Með auknum rannsóknum á geymsluþoli og meðhöndlun við framleiðslu ferskra karfaflaka, sem gefur hvað hæst verð á mörkuðum, má auka það magn sem flutt er út af ferskum flökum og þannig auka verðmæti karfaframleiðslu.

Lesa nánar

Tilreiddur fiskur - með íblönduðum mjólkursýrubakteríum - 4.5.2016

Í þessu verkefni var áhersla lögð á að gera frumrannsóknir á notkun mjólkursýrubaktería til að auka geymsluþol afurða sem og að gerð var ítarlega markaðsrannsókn og markaðsáætlun.  Lesa nánar

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki - 4.5.2016

 Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim.  Lesa nánar

Markaðssetning íslenskrar síldar á Finnlandsmarkaði - 3.5.2016

Söltuð síld er vinsæl á finnska markaðnum og þar eru möguleikar fyrir íslenska saltsíld í neytendaumbúðum. Verkefni þetta fólst í í Síldarafurðirrannsóknum á smásölumarkaðnum í Finnlandi fyrir síld, að hanna vörumerki fyrir Marhólma sem mætir kröfum markaðarins og  kynna síld í neytendaumbúðum undir vörumerkinu á markaðnum.

Lesa nánar

Útflutningur á gæludýranammi til Kína - 3.5.2016

 Íslenskir framleiðendur á gæludýranammi eru vel undir það búnir að auka framleiðsluna umtalsvert ef vel tekst til að koma framleiðslunni inn á kínverska markaðinn. Lesa nánar

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica