Fréttir

Markaðssetning á hollustu fiskibollum

Verkefni V 032-12

13.7.2015

Það má segja að niðurstaða verkefnis sé sú að með þessum styrk hafi fyrirtækinu gefist tækifæri til að koma sér á framfæri í nærliggjandi byggðarlögum og víðar og því tekist að marka sér sess á matvælamarkaði.V 032-12

Fyrirtækið Freddy ehf. á Sauðárkróki stóð enn á brauðfótum þegar upplýsingar um AVS rannsóknarsjóð í sjávarútvegi barst þeim sem að því stóðu í byrjun árs 2012. Sótt var um styrk til markaðssetningar á fiskibollum og þá sérstökum hollustubollum. Fékk umsóknin brautargengi í maí 2012, styrkupphæð 400.000. Markaðssetningin sem styrknum var ætlað að styðja var hugsuð með skóla og mötuneyti í huga og var þá sérstaklega horft til nærliggjandi byggðarlaga. Það má segja að niðurstaða verkefnis sé sú að með þessum styrk hafi fyrirtækinu gefist tækifæri til að koma sér á framfæri í nærliggjandi byggðarlögum og víðar og því tekist að marka sér sess á matvælamarkaði. Allur stuðningur og hvatning í orði og á borði er þakkar verður og aðeins með góðum stuðningi geta góðir hlutir gerst. Það er ljóst að styrkurinn frá  AVS rannasóknarsjóði í sjávarútvegi til markaðsetningarinnar 2012 er ómetanlegur því hann var fyrirtækinu mikil hvatning og opnaði því leið til að sækja fram. Styrkurinn var innspýting fyrir markaðssetningu fyrirtækisins og er AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi þakkað hér.

Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica