Fréttir

Gæðamælingaf í matvælaframleiðslu á Norðurlandi vestra

Verkefni V 004-14

13.7.2015

Um er að ræða samstarfsverkefni milli Iceprotein, Versins Vísindagarða og Matís sem laut að því að setja upp mælitækni á rannsóknastofu Iceproteins ehf. sem nýtast myndi matvælaframleiðendum á Norðurlandi vestra  til að staðla framleiðslu og fylgjast með gæðum afurða.

Verkefninu Gæðamælingar i matvælaframleiðslu á Norðurlandi vestra er lokið. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Iceprotein, Versins Vísindagarða og Matís sem laut að því að setja upp mælitækni á rannsóknastofu Iceproteins ehf. sem nýtast myndi matvælaframleiðendum á Norðurlandi vestra  til að staðla framleiðslu og fylgjast með gæðum afurða. Slík mælitækni sem sett var upp í verkefninu var að hluta til ekki til staðar á svæðinu. Mælitæknin fólst m.a. í að meta áferð og efnasamsetningu afurða. Þar fyrir utan voru aðferðir settar upp sem mæla ferskleika afurða, þ.e. þránun og niðurbrot næringarefna sem og örveruvöxt en allt eru þetta mikilvægir þættir þegar kemur að gæða og vinnslustýringu afurða. Áferð afurða getur verið meyrni/seigja í kjöti, þéttni/los í fisk flaki, þéttni í osti, bræðslueiginleiki í osti, smyrjanleiki í smjöri, þéttleiki brauðs o.s.frv. Ráðinn var sérfræðingur  í eitt fast stöðugildi til að sinna uppsetningu og viðhaldi mæliaðferðanna. Fljótlega var rannsóknamaður ráðinn í hlutastarf þar sem verkefnum fjölgaði. Í dag starfa tveir starfsmenn á rannsóknastofu Iceproteins í Verinu Vísindagörðum og berast um 50 sýni til greininga vikulega frá a.m.k. 9 viðskiptavinum. Því má segja að verkefnið hafi svo sannarlega leitt til fjölgun starfa á svæðinu og þær aðferðir sem settar voru upp munu auðvelda vöruþróun og nýsköpun á svæðinu innan matvælavinnslu.

Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica