Fréttir

Skólakynningar sjávarklasans

Veerkefnið S 008-14

10.7.2015

Þriðja skólaárið í röð hafa nemendur í 10. bekk víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum fengið kynningu á íslenskum sjávarútvegi sem hefur alls náð til rúmlega 4000 nemenda með yfir 100 kynningum. Á nýliðnu skólaári, 2014-2015, tók AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi þátt í starfinu og fengu yfir eitt þúsund nemendur kynningu þennan veturinn.

Þriðja skólaárið í röð hafa nemendur í 10. bekk víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum fengið kynningu á íslenskum sjávarútvegi sem hefur alls náð til rúmlega 4000 nemenda með yfir 100 kynningum. Á nýliðnu skólaári, 2014-2015, tók AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi þátt í starfinu og fengu yfir eitt þúsund nemendur kynningu þennan veturinn.

Markmið kynninganna er að efla áhuga unga fólksins á sjávarútveginum og sýna þeim hvernig hinar ýmsu náms- og starfsleiðir tengjast þessari spennandi grein. Einnig er farið stuttlega yfir sögu og tækniþróun, helstu fiska og lífverur ásamt því að kynna fyrir þeim hinn nýja sjávarútveg með áherslu á nýsköpun. Nemendur fá að sjá myndband úr hátækniiðnaðinum þar sem þau sjá háþróaða framleiðsluferla, kælingu á fiski, toghlera og róbota sem hlaða upp rekkum af þurrkuðum hausm. Í lok hverrar kynningar fá nemendur að skoða og meðhöndla ýmsar hliðarafurðir sem unnar eru úr fiski, þar á meðal leður unnið úr roði, þurrkaða þorskhausa, þorskalifur, lýsi, stoðefni frá Kerecis unnið úr þorskroði og notað í lækningaskyni, collagen sem einnig er unnið úr roðinu og Penzim húðvörur frá Ensímtækni með öflugum meltingarensímum úr maga þorsksins.

Kynningarnar hafa slegið í gegn og hefur eftirspurnin verið mikil frá náms- og starfsráðgjöfum en þeim finnst kynningin bæði lífleg og fræðandi.

„Undanfarin þrjú skólaár hefur verið einstaklega gefandi að fræða nemendur um sjávarútveginn. Þau eru ótrúlega áhugasöm og sýna nýsköpun í greininni sérstakan áhuga. Mikilvægt er þó að viðhalda þessum áhuga og finna nýjar nálganir fyrir ungt fólk að átta sig á fjölbreyttri og spennandi flóru náms- og starfsleiða í sjávarútvegi“- Heiðdís Skarphéðinsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum.

Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica