Fréttir

Útflutningur á sérunnum "Sushi" ígulkerjum á Bandaríkjamarkað

Verkefni R 020-14

10.7.2015

Markmið verkefnisins var að auk líkur á arðvænlegum útflutningi ígulkerjahrogna, nánar tiltekið á sér unnum ígulkerja­hrognum inn á „Sushi“ veitingahúsa markað í Bandaríkjunum og auka þar með virði sjávarfangs.

„Útflutningur á sér unnum Sushi ígulkerjahrognum á Bandaríkjamarkað“ , verkefni R 14 020-14 er lokið

Lokið er verkefninu „Útflutningur á sér unnum Sushi ígulkerjahrognum á Bandaríkjamarkað“. Verkefnið var unnið af Íslandsstofu með aðstoð innlendra og erlendra aðila, með styrk frá AVS.

 

Hlutverk Íslandsstofu er að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að flytja út vörur, þjónustu og annað sem er gjaldeyrisskapandi. Í ljósi þess hversu lítið er flutt út af ígulkerja­hrognum frá Íslandi og hafandi í huga þau ónýttu tækifæri sem þar leynast hafa starfs­menn Íslandsstofu, eftir bestur getu, aðstoðað þá aðila sem hafa leitað til þeirra með verkefni sem lúta að útflutningi ígulkerja og ígulkerja­hrogna.

 

Markmið verkefnisins var að auk líkur á arðvænlegum útflutningi ígulkerjahrogna, nánar tiltekið á sér unnum ígulkerja­hrognum inn á „Sushi“ veitingahúsa markað í Bandaríkjunum og auka þar með virði sjávarfangs.

 

Helsti árangur verkefnisins er að ágæt heildarsýn náðist yfir líklega kaupendur á því markaðs­svæði sem valið var til skoðunar, bætt þekking á viðskiptaumhverfinu á veitingahúsmarkaðnum í New York, flutningsleiðir innan Bandaríkjanna til markaðarins voru metnar út frá hagkvæmni og viðkvæmni vörunnar og tengsl mynduð við veitingamenn sem vilja taka við prufusendingum. 

 

Jafnframt þessu kom í ljós að mikil vinna þarf að eiga sér stað við að kynna vöruna fyrir væntanlegum kaupendum. En það er kynningarstarf/markaðssetning sem fjársterkur aðili þarf að koma að ef vel á að ganga.

Ef rétt er staðið að málum eru góð tækifæri til þess að koma upp arðvænlegri ígulkerjahrogna framleiðslu og sölu á Íslandi.

Skýrsluna má nálgast hér.

 

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica