Fréttir

Nýrnaveiki: samvistqrsmit í laxi og bleikjku og ónæmissvörun

Verkefnið R 074-13

9.7.2015

Megin markmið verkefnisins var að kanna með smittilraunum í laxi og bleikju hvort þessar tegundir brygðust að einhverju leiti á ólíkan hátt við sýkingu með nýrnaveikibakteríunni Renibacterium salmoninarum.  Í því skyni var gerð samanburðarrannsókn á smitferlinu og  nokkrum þáttum hins ósérhæfða ónæmisviðbragðs. Við slíkan samanburð er nauðsynlegt að prófa tegundirnar samtímis, að stærð þeirra sé sem jöfnust og smitálag sömuleiðis.

Megin markmið verkefnisins var að kanna með smittilraunum í laxi og bleikju hvort þessar tegundir brygðust að einhverju leiti á ólíkan hátt við sýkingu með nýrnaveikibakteríunni Renibacterium salmoninarum.  Í því skyni var gerð samanburðarrannsókn á smitferlinu og  nokkrum þáttum hins ósérhæfða ónæmisviðbragðs. Við slíkan samanburð er nauðsynlegt að prófa tegundirnar samtímis, að stærð þeirra sé sem jöfnust og smitálag sömuleiðis.

            Til að ná stöðluðu smitálagi var hannað dælukerfi sem dælir jöfnu magni af eldisvökva úr einu keri yfir í önnur. Þetta er nýmæli sem við nefnum rennslissmit . Sett var upp tilraun (I) með bleikjuseiðum til að prófa kerfið og kanna þessa smitleið. Niðurstöður ELISA og PCR rannsókna á nýrna- og blóðvatnssýnum sýndu fram á að nýja smitleiðin virkaði og smituðust flest, ef ekki öll, seiðin fyrir lok tilraunarinnar, sem stóð í 10 vikur. Fyrstu jákvæðu ELISA gildin komu fram 3-4 vikum eftir smit bæði í ferskvatni og hálfsöltum sjó. Jákvæð sýni í PCR greindust 6 vikum eftir smit í ferskvatni og 9 vikum eftir smit í hálfsöltum sjó. Í hefðbundnu samvistarsmiti, sem sett var upp til samanburðar, komu jákvæð gildi bæði í ELISA og PCR fram þremur vikum eftir smit. Nýja aðferðin er því tímafrekari en hefðbundið samvistarsmit.

            Upphaflega var ráðgert að nota rennslissmit í seinni tilrauninni (II) við samanburð á smit- og ónæmisviðbragði í laxi og bleikju. Af ýmsum ástæðum varð að falla frá því að sinni. Þess í stað voru tilraunafiskarnir  smitaðir með því að sprauta bakteríulausn í kviðarhol (intra-peritoneal eða i.p.) sem einnig er stöðluð aðferð m.t.t. smitmagns. Þessi aðferð til smits tekur skemmstan tíma, en hafa ber í huga að hér er ekki um náttúrulega smitleið að ræða. Í kerin með sprautuðu fiskunum voru einnig sett ómeðhöndluð seiði svo unnt væri að afla gagna með sýnatöku úr fiski sem smitast hefði við samvist. Tilraunin stóð yfir í 3 vikur.

            Sýni, tekin áður en fiskurinn var meðhöndlaður (0-sýni), staðfesta að öll genin (cathelicidin, MHC-I, NADPH og TGF-b) eru tjáð í báðum fisktegundum við eðlilegar aðstæður og að einstaklingsmunur er óverulegur.  Þegar sýkingarferlið er skoðað, þá hefur i.p. sýkingin marktæk áhrif á tjáningu cathelicidins og TGF-b í báðum tegundum, einnig á tjáningu MHC-I í laxi og gildin eru nærri marktækni fyrir NADPH í laxinum. Í samvistarsmiti sjást marktæk áhrif í laxi gagnvart TGF-b og gildi fyrir NADPH eru nálægt marktækni. Áhrif samvistarsmits á genatjáningu í bleikju voru ekki mælanleg.

            Tilraunirnar, sem lýst er í skýrslunni, eru nýnæmi. Höfundar hafa a.m.k. ekki fundið ritaðar heimildir um sambærilegar tilraunir viðvíkjandi smiti með nýrnaveikibakteríu, og á það við bæði um rennslissmit og tjáningu þeirra ónæmis-gena sem valin voru. Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica