Fréttir

Framleiðsla á kítín/kítósan tvísykrum fyrir markað fæðubótaefna

Verkefni R 075-12

9.7.2015

Glukósamin (kítín einsykrur) hafa lengi verið vinsæl fæðubótarefni enda hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á slitgigt með linun sársauka.

Kítín tvísykrur fyrir markað fæðubótarefna

Matís ohf í samvinnu við IceProtein ehf á Sauðárkróki hefur þróað framleiðsluferil fyrir glúkósamíntvísykrur fyrir markað fæðubótaefna. Glukósamin (kítín einsykrur) hafa lengi verið vinsæl fæðubótarefni enda hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á slitgigt með linun sársauka. Sérstaða framleiðsluferilsins og nýnæmi er fólgin í því að framleiða kítín niðurbrotsafurð af afmarkaðri stærð, þ.e. tvísykru með öflugum lífhvötum sem eiga uppruna sinn í íslensku lífríki. Slík afurð getur leyst viðkomandi einsykru, N-acetylglucosamin og glúkósamín, af hólmi á markaði fæðubótarefna. Tvísykran hefur sömu eiginleika og einsykran en er ekki skilgreind sem lyf og því er hægt að selja tvísykruna á markaði fæðubótarefna, sem opnar ótalmörg tækifæri fyrir afurðina. Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica