Fréttir

Sníkjusveppurinn Loma morhua í íslansku þorskeldi - þróun sýkinga og möguleg meðhö0ndlun þeirra

Verkefni R 113-12

21.5.2015

Loma morhua er sníkjusveppur sem valdið hefur umtalsverðu tjóni í þorskeldi en hvorki bóluefni né virk meðhöndlun eru tiltæk. Þróun sýkingar er jafnan hæg (krónísk); lítil en stöðug afföll eru allan eldisferilinn og eftir 2-3 ára eldisferil, eru uppsöfnuð afföll vegna þessara sýkinga orðin umtalsverð.

Sníkjusveppurinn Loma morhua í íslensku þorskeldi – þróun sýkinga og

möguleg meðhöndlun þeirra

AVS verkefni: R 12 113-12

24.11.2014

Loma morhua er sníkjusveppur sem valdið hefur umtalsverðu tjóni í þorskeldi en hvorki bóluefni né virk meðhöndlun eru tiltæk. Þróun sýkingar er jafnan hæg (krónísk); lítil en stöðug afföll eru allan eldisferilinn og eftir 2-3 ára eldisferil, eru uppsöfnuð afföll vegna þessara sýkinga orðin umtalsverð.

Í upphafi verkefnis voru eftirfarandi sex tilgátur settar fram og þær prófaðar í þremur aðskyldum smittilraunum:

1) Þróun smits innan hýsils er með svipuðum hætti og hjá skyldri tegund Loma salmonae sem sýkir laxfiska. 2) Tíminn frá smitun og þar til sjúkdómseinkenna verður vart í tálknum lúta sömu lögmálum og hjá Loma salmonae, þar sem ferlið fylgir gróflega jöfnunni: 304-33,3 xR 113-12

T+1,02 x T2, þar sem T er vatnshiti. 3) Ákveðinn fjölda daggráðna þarf til þess að sjúkdómseinkenni komi fram. 4) Lágur sjávarhiti hamlar framvindu sýkingar. 5) Smitaðir fiskar, sem aldir eru í lágum sjávarhita í ákveðinn tíma, öðlast visst þol gegn smiti og fá því síður eða vægari sjúkdómseinkenni eftir flutning í kjörhita sýkils. 6) Fiskar sem fá fóður húðað með ónæmisglæðinum Beta-Bec, fá vægari sýking en í fiskar sem fá venjulegt fóður allan tímann.

Niðurstöður rannsókna sýndu að smitferli Loma morhua í þorski er í öllum meginatriðum það sama og hjá L. salmonae, einungis tímaþátturinn er markvert frábrugðinn.· Hins vegar, ólíkt L. salmonae, fylgir þróun L. morhua í þorski ekki fjölda daggráðna og almennt er ekki hægt að segja fyrir um fjölda daga frá smiti þar til einkenni koma fram út frá jöfnu sem virðist gilda fyrir L. salmonae. Jafnan gefur þokkalega nálgun við 9-10°C, sem er nálægt kjörhita sníkjusveppsins, en hefur hins vegar ekkert forspárgildi við lægri eldishita. Eldishiti hefur þó veruleg áhrif á sýkingar; stórsæ einkenni sjúkdóms koma almennt fyrr fram við hærri vatnshita auk þess sem smitmagn reyndist marktækt vægara í fiskum sem aldir voru í lægri eldishita. Rannsóknin sýndi og vísbendingar um að fiskar þrói með sér ákveðið þol gegn sýkingum séu þeir aldir í ákveðinn tíma í lágum eldishita áður en þeir eru fluttir í kjörhita sýkils. Til þess að fá afdráttarlaus svör við því þarf frekari rannsóknir þar sem sýkingum er fylgt eftir í lengri. Hvað varðar virkni meðhöndlunar gegn sýkingum með ónæmisglæði, þá sýndu rannsóknir marktækt vægari sýkingar hjá meðhöndluðum hópum. Meðhöndlaðir fiskar reyndust þó meira smitaðir en væntingar stóðu til, ef til vill vegna of mikils smitálags í upphafi tilraunar.

Skýrslu um verkefnið má nálgast hér.

 

Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica