Fréttir

Raufarhöfn á tímamótum

Verkefnið V 006-13

21.5.2015

Meginmarkmið verkefnisins er að vinna gegn viðvarandi neikvæðri byggðaþróun í

sjávarþorpinu Raufarhöfn.

Þekkingarnet Þingeyinga fékk úthlutuðum styrk úr AVS Rannsóknarsjóði árið

2013 til að vinna að verkefni á Raufarhöfn. Byggðaþróun hefur lengi verið

neikvæð á Raufarhöfn og er staða byggðarinnar orðin alvarleg. Tilgangur

verkefnisins var að Þekkingarnetið komi að málum á Raufarhöfn með ýmsum

hætti. Í vetur hafa því starfsmenn ÞÞ unnið með Raufarhafnarhópnum og

starfsmanni Byggðastofnunar að málefnum á Raufarhöfn. Sú aðkoma hefur

verið vel séð og ýmislegt í deiglunni sem er afurð þessa samstarfs. Verkefnið

byggði á nokkrum ólíkum aðgerðum sem gripið var til í samráði við heimafólk

og stofnanir sem starfa á svæðinu, m.a. svokallaðan “Raufarhafnarhóp“. Lagt

var upp með þessi markmið:

Meginmarkmið verkefnisins er að vinna gegn viðvarandi neikvæðri byggðaþróun í

sjávarþorpinu Raufarhöfn. Af því leiða undirmarkmið sem eru eftirfarandi helst:

1. Ná góðri yfirsýn á stöðu byggðar á Raufarhöfn með greiningar-/rannsóknavinnu; þ.e.

öflun og samantekt upplýsinga um samfélag og atvinnulíf.

2. Styrkja menningarstarf á Raufarhöfn með því að mynda og móta samstarf við listamenn

um vinnustofu(r) á Raufarhöfn, þar sem sjávarútvegur verður grunnþema og unnið út

frá tækifærum og auðlindum á staðnum.

3. Efla þekkingargrunn ferðaþjónustuaðila með fræðslu/námskeiði um staðbundin tækifæri,

einkum nýtingu sjávarfangs til matsölu og matvinnslu.

4. Virkja grasrót íbúa og frumkvöðla á Raufarhöfn með samvinnu á staðnum í formi

vinnustofa og fyrirlestra/málstofa.

Allt þetta er hugsað að leggja lóð á vogarskálarnar til að snúa við neikvæðri

byggðaþróun á Raufarhöfn. Tækifærin spretta í grasrótinni – en stundum þarf

utanaðkomandi aðstoð við að koma hugmyndum af stað, greina þær og

framkvæma. Styrking sjávarútvegstengdrar ferðaþjónustu styrkir allt svæðið.

Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica