Fréttir

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum

Verkefni V 012-13

16.4.2015

Lokið er verkefninu „Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum“ sem unnið var af MPF Ísland í Grindavík, Jóa Fel í Reykjavík og Matís, með styrk frá AVS. Markmið verkefnisins var að þróa nýjar afurðir hjá fyrirtækjunum úr aukahráefni fisks og auka þar með virði sjávarfangs.

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum

Fréttatilkynning

Lokið er verkefninu „Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum“ sem unnið var af MPF Ísland í Grindavík, Jóa Fel í Reykjavík og Matís, með styrk frá AVS. Markmið verkefnisins var að þróa nýjar afurðir hjá fyrirtækjunum úr aukahráefni fisks og auka þar með virði sjávarfangs.

Prótein í heilsuvörum er mjög vinsælt meðal íþróttamanna aðallega vegna þess að hlutverk próteina er m.a. að byggja upp vöðva. Einnig notar eldra fólk og sjúklingar mikið próteinbættar afurðir. Þá benda niðurstöður nokkurra rannsókna til þess að hærra hlutfall próteina í mataræði hafi jákvæð lífeðlisfræðileg áhrif á hitamyndun og saðsemistilfinningu og stuðli að minnkaðri heildarorkuinntöku. Nú þegar greiða íþróttamenn mjög hátt verð fyrir alls kyns próteinafurðir s.s. próteinduft, próteindrykki og próteinstykki sem fæðubót. Mikið magn vannýttra aukaráefna úr sjávarfangi fellur til nú til dags og hafa rannsóknir því beinst mikið að því að finna leiðir til að nýta og auka verðmæti þeirra. Ekki fundust heimildir um notkun á fiskpróteinum í orkustangir.

Nokkrar mismunandi tegundir orkustanga voru þróaðar í verkefninu með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar og eru frekari tilraunir áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem aflað var í þessu verkefni.

Verkefnið er lokað fyrst umsinn.


Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica