Fréttir

Jólakveðja - 22.12.2015

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Lesa nánar

Umsóknafrestur auglýstur - 8.10.2015

Umsóknafrestur fyrir rannsókna- og smáverkefni er til 1. desember. Að þessu sinni verða ekki veittir styrkir vegna Atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum.

Lesa nánar

Ársskýrslan 2014 - 27.8.2015

Lokið hefur verið að taka saman árskýrslu AVS sjóðsins fyrir árið 2014 og setja hana upp. Hún er unnin á svipaðan hátt og skyrslurnar síðustu ár og hefur að geyma ýmsar upplýsingar um starfsemi sjóðsins á liðnu ári. Lesa nánar

Franlegðarstjórnun - 15.7.2015

Undanfarin ár hefur Trackwell þróaði kerfið Afurðastjórann sem heldur utan um afla og afurðir fiskiskipa og tengir þær við upplýsingar sem varða veiðar og ráðstöfun afla.  Trackwell hefur nú, í samstarfi við Matís, HB Granda, Vísi hf og OCI í Kanada þróað viðbót við Afurðastjórann sem nefnist Framlegðarstjórinn. Lesa nánar

Markaðssetning á kalki úr fiskibeinum - 15.7.2015

Markaðsrannsókn gerði  grein fyrir helstu framleiðendum kalsíum fæðabótaefna, skilgreindi markhópa og fann sérstöðu vörunnar. Framkvæmd var efnagreining á samsetningu beinamjölsins Lesa nánar

Markaðssetning á hollustu fiskibollum - 13.7.2015

Það má segja að niðurstaða verkefnis sé sú að með þessum styrk hafi fyrirtækinu gefist tækifæri til að koma sér á framfæri í nærliggjandi byggðarlögum og víðar og því tekist að marka sér sess á matvælamarkaði.V 032-12

Lesa nánar

Meðferð við rót vandans - 13.7.2015

Þetta er framhald af skýrslu Matís 41-12 þar sem kítósan-lausnir voru þróaðar og prófaðar á mismunandi fiskafurðum á tilraunastigi hjá Matís. Lesa nánar

Gæðamælingaf í matvælaframleiðslu á Norðurlandi vestra - 13.7.2015

Um er að ræða samstarfsverkefni milli Iceprotein, Versins Vísindagarða og Matís sem laut að því að setja upp mælitækni á rannsóknastofu Iceproteins ehf. sem nýtast myndi matvælaframleiðendum á Norðurlandi vestra  til að staðla framleiðslu og fylgjast með gæðum afurða.

Lesa nánar

Skólakynningar sjávarklasans - 10.7.2015

Þriðja skólaárið í röð hafa nemendur í 10. bekk víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum fengið kynningu á íslenskum sjávarútvegi sem hefur alls náð til rúmlega 4000 nemenda með yfir 100 kynningum. Á nýliðnu skólaári, 2014-2015, tók AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi þátt í starfinu og fengu yfir eitt þúsund nemendur kynningu þennan veturinn.

Lesa nánar

Aukið verðmæti gagna - 10.7.2015

Allar ákvarðanir stórar og smáar eru teknar á grundvelli upplýsinga og þekkingar og því skyldi maður ætla að ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar væri stútfull af gögnum sem hægt væri að reiða sig á. Þegar leitað er svara við mörgum áleitnum spurningum um þróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi þá kemur oftar en ekki í ljós að upplýsingar eru ekki til staðar eða þá að þær standast ekki skoðun.

Lesa nánar

Útflutningur á sérunnum "Sushi" ígulkerjum á Bandaríkjamarkað - 10.7.2015

Markmið verkefnisins var að auk líkur á arðvænlegum útflutningi ígulkerjahrogna, nánar tiltekið á sér unnum ígulkerja­hrognum inn á „Sushi“ veitingahúsa markað í Bandaríkjunum og auka þar með virði sjávarfangs.

Lesa nánar

Nýrnaveiki: samvistqrsmit í laxi og bleikjku og ónæmissvörun - 9.7.2015

Megin markmið verkefnisins var að kanna með smittilraunum í laxi og bleikju hvort þessar tegundir brygðust að einhverju leiti á ólíkan hátt við sýkingu með nýrnaveikibakteríunni Renibacterium salmoninarum.  Í því skyni var gerð samanburðarrannsókn á smitferlinu og  nokkrum þáttum hins ósérhæfða ónæmisviðbragðs. Við slíkan samanburð er nauðsynlegt að prófa tegundirnar samtímis, að stærð þeirra sé sem jöfnust og smitálag sömuleiðis.

Lesa nánar

Framleiðsla á kítín/kítósan tvísykrum fyrir markað fæðubótaefna - 9.7.2015

Glukósamin (kítín einsykrur) hafa lengi verið vinsæl fæðubótarefni enda hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á slitgigt með linun sársauka.

Lesa nánar

Fjáfestingastjórnun í frystitogararekstri - 9.7.2015

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratug síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í Íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir 23 og fer fækkandi. Lesa nánar

Sníkjusveppurinn Loma morhua í íslansku þorskeldi - þróun sýkinga og möguleg meðhö0ndlun þeirra - 21.5.2015

Loma morhua er sníkjusveppur sem valdið hefur umtalsverðu tjóni í þorskeldi en hvorki bóluefni né virk meðhöndlun eru tiltæk. Þróun sýkingar er jafnan hæg (krónísk); lítil en stöðug afföll eru allan eldisferilinn og eftir 2-3 ára eldisferil, eru uppsöfnuð afföll vegna þessara sýkinga orðin umtalsverð. Lesa nánar

Raufarhöfn á tímamótum - 21.5.2015

Meginmarkmið verkefnisins er að vinna gegn viðvarandi neikvæðri byggðaþróun í

sjávarþorpinu Raufarhöfn.

Lesa nánar

Þróun á kaldreyktum makríl fyrir Hollandsmarkað - 21.5.2015

Í verkefninu, sem var samstarf Síldarvinnslunnar og Matís, var þróaður

söltunar‐ og reykferil til kaldreykingar á makríl. Skýrslan er lokuð fyrst um sinn.

Lesa nánar

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum - 16.4.2015

Lokið er verkefninu „Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum“ sem unnið var af MPF Ísland í Grindavík, Jóa Fel í Reykjavík og Matís, með styrk frá AVS. Markmið verkefnisins var að þróa nýjar afurðir hjá fyrirtækjunum úr aukahráefni fisks og auka þar með virði sjávarfangs.

Lesa nánar

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica