Fréttir

Gildruveiðar á humri

Verkefnið "Gildruveiðar á humri" R 043-10

28.11.2014

Í verkefninu gildruveiðar á leturhumri var leitast eftir því að kanna fýsileika þess að stunda gildruveiðar á humri  á smábátum. Skýrsla vegna verkefnisins er lokuð fyrst um sinn.

Veiðar á leturhumri við Íslandstrendur eiga sér átatuga sögu. Þær veiðar hafa að langmestu leiti verið stundaðar í troll en ekki í gildrur. Verðmætasköpun við veiðar á humri í troll eru mjög mismunandi þar sem trollveiðar leiða það af sér að hluti veidds afla getur orðið fyrir skemmdum þar sem skelbrot er áberandi auk fleiri þátta. Í verkefninu gildruveiðar á leturhumri var leitast eftir því að kanna fýsileika þess að stunda gildruveiðar á humri  á smábátum. Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.

Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica