Fréttir

Veirur sem sýkja hjartavef í laxi

"Veirur sem sýkja hjartavef í laxi" S 015-13

27.11.2014

Markmið verkefnisins var að setja upp og prófa greiningaraðferðir fyrir tvær nýlega skilgreindar RNA-veirur, sem valda sjúkdómum í laxi. Sjúkdómanna varð fyrst vart í Noregi á seinni hluta 20. aldar, en þeir valda umtalsverðum afföllum í laxeldi þar og víðar við N-Atlantshaf. Skýrsluna má nálgast hér.

Markmið verkefnisins var að setja upp og prófa greiningaraðferðir fyrir tvær nýlega skilgreindar RNA-veirur, sem valda sjúkdómum í laxi. Sjúkdómanna varð fyrst vart í Noregi á seinni hluta 20. aldar, en þeir valda umtalsverðum afföllum í laxeldi þar og víðar við N-Atlantshaf.

            Fram til þessa hefur aldrei vaknað grunur um tilvist þessara sjúkdóma á Íslandi. Sjúkdómarnir nefnast hjarta- og vöðvabólga (heart and skeletal muscle inflammation eða HSMI) og hjartarof (cardiomyopathy syndrome eða CMS). Veiran sem veldur HSMI tilheyrir Reoveirum og kallast PRV, sem er stytting á „piscine reovirus“, en veiran sem veldur CMS fékk heitið „ piscine myocarditis virus“ eða PMCV og er af ættinni Totiviridae.

            Kröfur um skimun fyrir PMCV, sem er meiri skaðvaldur en PRV, hafa þegar komið fram hérlendis vegna útflutnings lifandi efniviðar.  Þörf kann að skapast á næstunni fyrir auknar veirurannsóknir á kvíaeldisfiski vegna þess möguleika að smit berist úr villtum fiski sem getur borið ýmsar veirur.

            Við skimunina var beitt RT-qPCR aðferðum sem norskir rannsóknahópar hafa þróað nýlega. Prófuð voru sýni úr laxi af ólíkum uppruna úr ám, strandeldi og sjókvíaeldi. PMCV veiran greindist ekki í neinu sýnanna, en PRV reyndist algeng, því öll sýni úr strandeldinu og sjókvíaeldinu voru jákvæð sem og 22% sýna úr villta fiskinum.

Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica