Fréttir

Ný tækni við framleiðslu á hágæðamarningi og afleiddum afurðum

"Ný tækni við framleiðslu á hágæðamarningi og afleiddum afurðum" Skýrslan er lokuð fyrst um sinn

26.11.2014

ArcTract hefur um nokkurt skeið unnið að þróun fiskibragðefna með nýstárlegri gerjunartækni. Starfssemi fyrirtækisins, sem staðsett er á Ísafirði, hefur gengið vel og með hjálp AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi hefur ArcTract unnið að vinnsluaðferðum sem miðast að því að drýgja nýtingarmöguleika aukaafurða frá fiskvinnslu. Með þessum hætti er því útlit fyrir að sá hluti aflans sem einna lægst verð fékkst áður fyrir, verði að sérlega verðmætri og sérhæfðri vöru.

ArcTract hefur um nokkurt skeið unnið að þróun fiskibragðefna með nýstárlegri gerjunartækni. Starfssemi fyrirtækisins, sem staðsett er á Ísafirði, hefur gengið vel og með hjálp AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi hefur ArcTract unnið að vinnsluaðferðum sem miðast að því að drýgja nýtingarmöguleika aukaafurða frá fiskvinnslu. Með þessum hætti er því útlit fyrir að sá hluti aflans sem einna lægst verð fékkst áður fyrir, verði að sérlega verðmætri og sérhæfðri vöru.

Vörur fyrirtækisins eru fyrst og fremst ætlaðar erlendum mörkuðum, matvælaframleiðendum og stór­notendum. Hingað til hafa viðtökur verið góðar og hefur talsverðs áhuga gætt fyrir nýjum fiskafurðum frá Íslandi.

Sú þróunarvinna sem ArcTract hefur staðið að og það söluátak sem við tekur, er því að mati forsvars­manna, mikilvægt skref í átt að sameiginlegu langtímamarkmiði útvegsins að auka verðmæti sjávarfangs og auka fjölbreytni í vinnslu hráefnis.

Stefnt er að því að full framleiðsla fari af stað í byrjun næsta árs.

Skýrslan vegna verkefnisins er lokuð fyrst um sinn.  
 


Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica