Fréttir

"Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi" R 091-12

Verkefnið "Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi" R 091-12.

26.11.2014

 Markmið

verkefnisins var að sannreyna niðurstöður fyrri tilrauna um próteinþarfir og hráefnissamsetningu bleikjufóðurs í framleiðsluumhverfi með það að markmiði að lækka fóðurkostnað í bleikjueldi.n Skýrsluna má nálgast hér.

Fóðurkostnaður er stærsti hluti framleiðslukostnaðar í fiskeldi og stór hluti hans er fólginn í verði próteinhlutans í fóðrinu. Mismunandi fóðurgerðir hafa því á undanförnum árum verið prófaðar í því

markmiði að lækka framleiðslukostnað og auka arðsemi í bleikjueldi. Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að próteinþarfir bleikju séu verulega lægri en er til staðar í markaðsfóðri fyrir tegundina í dag. Hins vegar hafa ekki allar niðurstöður prófana verið nýttar í íslensku bleikjueldi og þá fyrst og fremst vegna þess að þær hafa einungis verið prófaðar í tilraunaeiningum en ekki við raunaðstæður. Markmið verkefnisins var að sannreyna niðurstöður fyrri tilrauna um próteinþarfir og ráefnissamsetningu bleikjufóðurs í framleiðsluumhverfi með það að markmiði að lækka fóðurkostnað í bleikjueldi. Framkvæmd var vaxtartilraun í ramleiðslueiningum Íslandsbleikju með tilraunafóður sem innihélt minna prótein og lágmarks fiskimjöl samanborið við viðmiðunarfóður. Vöxtur fisksins í báðum hópum var  mjög góður og enginn munur reyndist á vexti eða gæðum hópanna. Niðurstöður styðja því niðurstöður fyrri rannsókna sem framkvæmdar voru á

tilraunaskala og þar sem sýnt var fram á að fiskur sem náð hefur 90g þyngd vaxi vel á fóðri sem inniheldur minna prótein en jafnan er notað í viðmiðunarfóðri. Í þessari stórskalatilraun óx fiskur vel á fóðri sem innihélt 36-43% prótein og jafn vel og þegar notað var fóður sem innihélt 39-46% prótein. Niðurstöður benda einnig til þess að skipta megi út fiskimjöli fyrir plöntuhráefni þannig að allt að 55% af próteininu sé úr jurtahráefnum án þess að það hafi neikvæð áhrif á vöxt. Hráefniskostnaður í tilraunafóðrunum var lægri en í viðmiðunarfóðrinu og sé gengið út frá því að fóðurkostnaður sé 50% af framleiðslukostnaði og sé miðað við 5000 tonna framleiðslu mundi notkun tilraunafóðursins sem prófað var í þessari rannsókn svara til sparnaðar upp á 42-85 milljónir, mismunandi háð því við hvaða viðmiðunarfóður er miðað.

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica