Fréttir

Stýranlegur toghleri, R 13 034-13

Verkefnið "Stýranlegur toghleri" Pólar tobúnaður ehf, R 13 034-13

19.11.2014

Poseidon stýranlegi toghlerinn, sem er byggður upp með sex vængjum þrem fyrir ofan miðju og þrem fyrir neðan miðju er hægt að stjórna og með því að færa vængina nær hvor eða fjær hvor öðrum, og stjórna þannig sjólfæðinu í gegnum hlerann til að stjórnað fjarlægðinni á milli hleranna. Hverjum væng er hægt að stjórna sjálfsætt sem gerir því kleift að stjórna einnig hæð veiðarfærisins í sjónum.


Eftir tveggja ára stuðning frá Tækniþróunarsjóði og AVS við verkefni okkar sem tengist stýranlegum toghlerum fengum við ótvíræðar niðurstöður að hægt er að stjórna legu og stöðu veiðarfærisins með stýranlegum toghlerum sem gefur gífurlega hagræðingu hvað orkunýtingu varðar og aukna væðihæfi með réttri staðsetningu veiðarfærisins í sjónum.

 

Poseidon stýranlegi toghlerinn, sem er byggður upp með sex vængjum þrem fyrir ofan miðju og þrem fyrir neðan miðju er hægt að stjórna og með því að færa vængina nær hvor eða fjær hvor öðrum, og stjórna þannig sjólfæðinu í gegnum hlerann til að stjórnað fjarlægðinni á milli hleranna. Hverjum væng er hægt að stjórna sjálfsætt sem gerir því kleift að stjórna einnig hæð veiðarfærisins í sjónum.

 

Farið var í tvígang með par af 4,1 fm Poseidon stýranlegum hlerum með r/s Árna Friðrikssyni sem staðfestu hugmyndir okkar að það er ekki bara hægt að stjórna legu og stöðu veiðarfærisins með stýranlegum toghlerum, heldur gífurleg hagræðing hvað orkunýtingu varðar og aukna veiðihæfi með réttri staðsetningu veiðarfærisins í sjónum

 

Við stjórnun á vængjum Poseidon hleranna í tveim prufturum með r/s Árna Friðrikssyni, forrituðum við stjórnbúnaðinn til að gera eina fyrirfram ákveðna breytinu á 10 mínútna fresti og fylgdumst við með stjórntækjunum í brú skipsins sem sýndi breytingar á fjarlægð og stöðu hleranna auk mæla sem sýnri orkunotkun og álagt á skrúfumótor.

 

Við breytingar á stöðu vængjanna, jókst bil á milli hleranna úr 54 metrum í 72 metra og við að stjórna neðri vængjum í andstæða átt miðað við efri vængi hleranna, þá færðust hlerarnir úr 14 – 16 metra fjarlægð frá yfirborði í 6 – 8 metra.

 

Með stýranlegum toghlerum er hægt að stjórna stöðu veiðarfærisins í hentugust stöðu þar sem best er að veiða, t.d. með legu þess í ákveðinni fjarlægð frá botni til að hlífa toghlerunum og öllu veiðarfærinu við ágang við botninn bæði hvað varðar umhverfisstjónarmið út frá snertingu við botn og einnig minna viðhald veiðarfærisins.

 

Hinn umhverfisvæni ávinningurinn við notkun stýranlegra toghlera er olíunotkun en við prófanir á r/s Árna Friðrikssyni á 5,0 mílna togferð og með toghlerana í mestu opnun fór álagt á skúfumótor úr 510 kW niður í 455 kW miðað við hlerana í minnstu opnun og olíunotkun niður úr 165 l/klst í 154 l/klst.

 

Staðreynd um meira en 30% breytingu á hlerabili og 7% lækkun á olíunotkun er gott veganesti í framhaldið.

 

Einnig höfum við kynnt árangur af Poseidon stýranlegu hlerunum til aðila tengdum olíurannsóknum en við bergmálsmælingar sem framkvæmdar eru með stórum skipum sem kallast ”Seismic vessels” eru dregnir stórir hlerar til að halda miklu magni af flóknum rafeindabúnaði sem mælir möguleg setlög olíu i jarðskorpunni

Skýrsluna má nálgag hér.

 

Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica