Fréttir

Verkefnið "Framleiðsla á brjósksykrum úr sæbjúgum" V 025-12

Framleiðsla á brjósksykrum úr sæbjúgum, tæknileg lokaskýrsla

18.11.2014

Sæbjúgu innihalda mikið magn af brjóski og eru uppspretta ýmissa lífvirkra fjölsykra, aðallega chondroitin sulfats. Sæbjúgu hafa verið nýtt um langan aldur til manneldis í austurlöndum og annáluð á þeim slóðum fyrir hollustu.

Matís ohf hefur í samvinnu við Lyfjafræðideild Háskóla Ísllands, Iceprótein ehf og Reykofnin ehf rannsakað brjosksykrur úr brjóski hákarla og sæbjúgna. Skýrslu um verkefnið má sjá hér.

Sæbjúgu innihalda mikið magn af brjóski og eru uppspretta ýmissa lífvirkra fjölsykra, aðallega chondroitin sulfats. Sæbjúgu hafa verið nýtt um langan aldur til manneldis í austurlöndum og annáluð á þeim slóðum fyrir hollustu. Á árunum 2004-2005 fóru fram rannsóknir á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á efnainnihaldi sæbjúgna frá Íslandsmiðum (Cucumaria frondosa) í samanburði við erlend sæbjúgu. Þróaðar voru aðferðir til þess að mæla lífvirku efnin saponin og chondroitin sulfat. Einnig var efnainnihald (vatn, protein, fita, salt, aska) sæbjúgnanna mælt og borið saman við efnainnihald annarra tegunda sæbjúgna. Niðurstöður rannsóknanna bentu til þess að innihald íslensku sæbjúgnanna væri svipað og í erlendum sæbjúgum sem vinsæl eru á mörkuðum austur í Asíu. Einnig reyndust íslensku sýnin sýna mesta þyngdar og lengdaraukningu við vinnslu.

Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica