Fréttir

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta

Verkefnið "Bætt blóðgun um borð í smábátum" V 008-12

30.10.2014

Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu
„Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru
skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni
línubáta.

Miklar rannsóknir hafa farið fram á gæðamálum varðandi blóðgun á þorski
og benda þær allar til að rétt meðhöndlun hafi umtalsverð áhrif á gæði
afurða. Rannsóknir hafa sýnt að illa blóðgaður fiskur skilar verri afurðum,
hvort sem um er að ræða fisk sem fer í fram‐leiðslu á ferskum, frosnum,
söltuðum eða þurrkuðum afurðum4. Með aukinni sókn smærri báta sem
stunda línu‐ og hand‐færaveiðar hefur borið á vandamáli hvað varðar
blóðgun enda eru margir hverjir ekki útbúnir blóðgunarkerum. Rannsóknir
Matís benda til að fiskur sem er látin blæða nægilega lengi í miklum
sjóskiptum, við náttúrlegt hitastig sjávar, strax eftir blóðgun, skilar betra
hráefni en við hefðbundna meðhöndlun. Hefðbundin aðferð um borð í
smábátum er að blóðga fiskinn beint af línunni ofan í krapaker í lest.
Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu
„Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru
skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni
línubáta. Hönnun á búnaðinum (Rotex blæðingatankur FIFO) er lokið og
smíði er hafin hjá 3X Technology. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka
virkni Rotex aðferð‐arinnar á blæðingu þorsks með hlutlægri rannsókn. Þessi
verk‐þáttur er unninn í samvinnu 3X Technology, Matís og Jakob Valgeirs ehf
í Bolungarvík.
Sýni af þorski voru tekin í tveimur róðrum dagróðralínubáts þar sem notast
var við mismunandi aðferðir við blóðgun og frágang. Sýni voru flökuð og
hluti flakanna síðan send fersk til Matís á Vínlandsleið þar sem mismunandi
aðferðum var beitt til að meta hráefnisgæðin. Hinn hlutinn var unnin á
hefðbundin hátt þ.e. framleiðsla á léttsöltuðum, frosnum flakastykkjum, og
þau síðan notuð til að fá fram áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði
afurða við geymslu í frosti, í mislangan tíma og við mismunandi hitastig.
Niðurstaða verkefnisins mun styðja aðrar rannsóknir á þessu sviði og er
mikilvægt innlegg í umræðu um betri gæði afla smábáta.

Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica