Fréttir

Rækja - pæklun út frá eiginleikum

Verkefnið Rækja - pæklun út frá eiginleikum R 089-09

28.10.2014

Í verkefninu voru eiginleikar hráefnis kortlagðir með samanburði hefðbundinna vottaðra mæliaðferða, eins og lágsviðs kjarnspunamælinga og með innrauðri litrófsgreiningu til að kanna breytingu sem verður í rækjunni við pæklun hennar. Einnig voru áhrif fosfats sem tæknilegs hjálparefnis kannað, sem sýndi aukin afköst við vinnslu ef þeim er beitt á réttan hátt.

Öguð vinnubrögð til bættrar nýtingar

Lokið er samstarfs verkefninu Bestun á  þíðingar- og ílagnarferli rækju til pillunar sem styrkt var af AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi R 086-09. Verkefnið var unnið í samstarfi Rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki, Hólmadrangs á Hólmavík og Matís.

Mikilvægt er að hráefni til pillunar sé meðhöndluð með sem bestum hætti og ekki síst þegar kemur að uppþíðingu hráefnisins. Önnur meðhöndlun eins og pæklun hráefnis getur skipt miklu máli um gæði framleiddrar vöru og nýtingu. Í verkefninu voru eiginleikar hráefnis kortlagðir með samanburði hefðbundinna vottaðra mæliaðferða, eins og lágsviðs kjarnspunamælinga og með innrauðri litrófsgreiningu til að kanna breytingu sem verður í rækjunni við pæklun hennar. Einnig voru áhrif fosfats sem tæknilegs hjálparefnis kannað, sem sýndi aukin afköst við vinnslu ef þeim er beitt á réttan hátt.

Verkefnið sýndi fram á nauðsyn agaðra vinnubragða við pæklun á rækju og að frábrigði hafa neikvæð áhrif á nýtingu. Rétt hlutföll rækju og pækils, sem og hitastig, eru forsendur stöðugleika við forpæklun þannig að tilætlaður árangur náist. Með réttri beitingu; eykur fosfat afköst við vinnslu rækju en en hvarfast úr við suðu og fylgir ekki rækju í pakkaða vöru fyrir neytendur.

Í verkefninu var unnið að ferlastýringu í vinnsluferli rækju með áherslu á nýtingu í vinnslurásinni, lágmarka þau efni sem skolast úr hráefninu og að hámarka gæði afurða. Þannig var unnið bestu vinnsluferla á fyrstu stigum rækjuframleiðslu, með tilliti til nýtingar, gæða og auðveldleika pillunar - skelflettingar. Skörun þíðingar og ílagnar var könnuð ásamt möguleika til endurnotkunar á vökva úr lageringstönkum til frekari pæklunar. Með notkun stórra tanka fæst einsleitara hráefni til vinnslu en við ílögn í smærri einingum en endurnýting á pækil er ekki talin borga sig.

Afurð verkefnisins er fyrst og fremst aukin þekking framleiðslufyrirtækja við þíðingu og ílögn/pæklun á hráefni til vinnslu. Stöðluð vinnubrögð eru vandasöm en möguleg og gefa tækifæri á aukinni verðmætasköpun. Ásamt aukinni þekkingu við framleiðslu á uppþíddri rækju var verkefnið liður í  doktorsgráðu Maríu Guðjónsdóttur í fljótvirkum mæliaðferðum.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru aðgengilegar í Matísskýrslu 20-13 Rækja – pæklun út frá eiginleikum.

Skýrsluna má nálgast hér.

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica