Fréttir

Þurrkhandbókin - 28.11.2014

Matís hefur að undanförnu unnið að því að auka framboð af aðgengilegu fræðsluefni sem tengist framleiðslu sjávarafurða. Fyrir nokkru var gefin út rafræn handbók um framleiðslu á saltfiski og nú birtist handbók um þurrkun á fiski.

Lesa nánar

Gildruveiðar á humri - 28.11.2014

Í verkefninu gildruveiðar á leturhumri var leitast eftir því að kanna fýsileika þess að stunda gildruveiðar á humri  á smábátum. Skýrsla vegna verkefnisins er lokuð fyrst um sinn. Lesa nánar

Veirur sem sýkja hjartavef í laxi - 27.11.2014

Markmið verkefnisins var að setja upp og prófa greiningaraðferðir fyrir tvær nýlega skilgreindar RNA-veirur, sem valda sjúkdómum í laxi. Sjúkdómanna varð fyrst vart í Noregi á seinni hluta 20. aldar, en þeir valda umtalsverðum afföllum í laxeldi þar og víðar við N-Atlantshaf. Skýrsluna má nálgast hér.

Lesa nánar

Ný tækni við framleiðslu á hágæðamarningi og afleiddum afurðum - 26.11.2014

ArcTract hefur um nokkurt skeið unnið að þróun fiskibragðefna með nýstárlegri gerjunartækni. Starfssemi fyrirtækisins, sem staðsett er á Ísafirði, hefur gengið vel og með hjálp AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi hefur ArcTract unnið að vinnsluaðferðum sem miðast að því að drýgja nýtingarmöguleika aukaafurða frá fiskvinnslu. Með þessum hætti er því útlit fyrir að sá hluti aflans sem einna lægst verð fékkst áður fyrir, verði að sérlega verðmætri og sérhæfðri vöru. Lesa nánar

"Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi" R 091-12 - 26.11.2014

 Markmið

verkefnisins var að sannreyna niðurstöður fyrri tilrauna um próteinþarfir og hráefnissamsetningu bleikjufóðurs í framleiðsluumhverfi með það að markmiði að lækka fóðurkostnað í bleikjueldi.n Skýrsluna má nálgast hér.

Lesa nánar

"Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina" V 038-11 - 26.11.2014

 Hjá sprotafyrirtækinu Iceprotein hefur verið unnið að nýtingu vannýttra próteina úr fiski með ágætum árangri. Hins vegar var nauðsynlegt að bæta gæti þurrkaðra afurða. Markmið verkefnisins var að bæta framleiðsluferil  Iceprotein við þurrkun vatnsrofinna fiskpróteina og tryggja þar með áframhaldandi þróun þessa mikilvæga vaxtabrodds.

Lesa nánar

Stýranlegur toghleri, R 13 034-13 - 19.11.2014

Poseidon stýranlegi toghlerinn, sem er byggður upp með sex vængjum þrem fyrir ofan miðju og þrem fyrir neðan miðju er hægt að stjórna og með því að færa vængina nær hvor eða fjær hvor öðrum, og stjórna þannig sjólfæðinu í gegnum hlerann til að stjórnað fjarlægðinni á milli hleranna. Hverjum væng er hægt að stjórna sjálfsætt sem gerir því kleift að stjórna einnig hæð veiðarfærisins í sjónum. Lesa nánar

"Náttúruleg húðvörn úr hafinu" R 11 051-11 - 18.11.2014

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar húðvörur úr íslensku bóluþangi sem er vannýtt hráefni en afar ríkt af andoxandi og verjandi efnum. Lesa nánar

Verkefnið "Sæskinn" R 082-13 - 18.11.2014

Lokið er verkefninu „Sæskinn“ sem unnið var í samstarfi Emblu ehf. og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Markmið verkefnisins var að R 082-13þróa aðferð til að hægt væri að nýta þara á svipaðan hátt og leður eða textílefni. Nokkrar tegundir þara finnast í miklum mæli við strendur Íslands en einungis örfá prósent af vinnanlegum þara við landið eru nú nýtt.

Lesa nánar

Verkefnið "Framleiðsla á brjósksykrum úr sæbjúgum" V 025-12 - 18.11.2014

Sæbjúgu innihalda mikið magn af brjóski og eru uppspretta ýmissa lífvirkra fjölsykra, aðallega chondroitin sulfats. Sæbjúgu hafa verið nýtt um langan aldur til manneldis í austurlöndum og annáluð á þeim slóðum fyrir hollustu. Lesa nánar

Minnum á að umsóknarfrestur er til 1. desember - 11.11.2014

Slegist um slógið - nýting á slógi frá fiskvinnslum - 31.10.2014

Gerðar voru tilraunir á vegum Landgræðslu ríkisins með virkni fiskislógs sem jarðvegsáburðar í samanburði við ýmsar tegundir húsdýraáburðar, eins og hrossaskít, kúamykju, hænsnaskít og tilbúinn áburð. Prófanir sem fram fóru á gróðurvana svæðum við Gunnarsholt vorið 2010 leiddu í ljós að fiskislógið jók gróðurþekju nokkuð vel miðað við margar tegundir af húsdýraáburði.

Lesa nánar

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi - 31.10.2014

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Lesa nánar

Jafnari dreifing salts í saltfiskvöðva - 31.10.2014

Í þessu verkefni var litið sérstaklega til dreifingu salts og vatns um saltfisksvöðvann og hvernig mismunandi meðhöndlun hafði áhrif á þetta viðkvæma jafnvægi og gæði lokaafurðarinnar. Meðal markmiða verkefnisins var að finna ástæðu þess að  gallar koma upp og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum.

Lesa nánar

Jafnari dreifing salts í saltfiskvöðva - 31.10.2014

Í þessu verkefni var litið sérstaklega til dreifingu salts og vatns um saltfisksvöðvann og hvernig mismunandi meðhöndlun hafði áhrif á þetta viðkvæma jafnvægi og gæði lokaafurðarinnar. Meðal markmiða verkefnisins var að finna ástæðu þess að  gallar koma upp og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum. Lesa nánar

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta - 30.10.2014

Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu
„Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru
skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni
línubáta.

Lesa nánar

Uppruni makrílseiða á Íslandsmiðum - 30.10.2014

Makríll (Scombrus scombrus) tók að birtast í sumarsíldveiðum hér við land í nokkrum mæli árið 2005 og veiddust þá 360 tonn af honum, með síldaraflanum. Síðan þá hefur veiðisvæðið breiðst mikið út og aflinn aukist hratt milli ára og náði um 150 þúsund tonnum árið 2012. Stofnstærð makríls er metin þriðja hvert ár, út frá magni hrygndra eggja. Lesa nánar

Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskipróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum - 29.10.2014

Markmið verkefnisins var að framleiða fiskpeptíð á tilraunaverksmiðjuskala og rannsaka lífvirkni þeirra í tilraunarottum.

Lesa nánar

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk- og ufsaafurða - 29.10.2014

Markmið verkefnisins (R 11 087-11) var að skoða áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði og geymsluþol mismunandi þorsk- og ufsaafurða. Með því að greina kjöraðstæður við blóðgun, slægingu og blæðingu er hægt að koma í veg fyrir afurðargalla vegna blóðs og um leið auka stöðugleika afurðanna í flutningi og  geymslu.

Lesa nánar

Rækja - pæklun út frá eiginleikum - 28.10.2014

Í verkefninu voru eiginleikar hráefnis kortlagðir með samanburði hefðbundinna vottaðra mæliaðferða, eins og lágsviðs kjarnspunamælinga og með innrauðri litrófsgreiningu til að kanna breytingu sem verður í rækjunni við pæklun hennar. Einnig voru áhrif fosfats sem tæknilegs hjálparefnis kannað, sem sýndi aukin afköst við vinnslu ef þeim er beitt á réttan hátt.

Lesa nánar

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica