Fréttir

Fréttatilkynning: R 001-11 "Bestun framleiðsluferils og aukin framleiðsla sandhverfu"

Verkefninu er lokið og skýrslan hefur verið birt. Hana má nálgast hér.

29.8.2013

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi.

Lokið er AVS verkefninu “Bestun framleiðsluferils og aukin framleiðsla sandhverfu (MAXIMUS)”. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500-2000 kr/kg) og nokkuð stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betrumbættra tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.

 

Í MAXIMUS verkefninu hefur verið unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20% samtímis sem komið er í veg fyrir ótímabæran kynþroska. Unnið hefur verið að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast er við að minnka vægi sjávarpróteins og hefur okkur tekist að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi þegar fram líða stundir.

Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica