Fréttir

Samkeppni í matvæla- og líftækniiðnaði

Frestur til að skila hugmundum er til 2. september n.k.

28.8.2013

Matís og Landsbankinn hafa komið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir, í matvæla- og líftækniiðnaði, sem byggðar eru á íslensku hráefni eða hugviti. Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað"LI

 

Matís og Landsbankinn hafa komið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir, í matvæla- og líftækniiðnaði, sem byggðar   eru á íslensku hráefni eða hugviti. Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað" og vísar til þess að umræðu um nýjungar í atvinnulífi lýkur oft á þann hátt að „hægt er að gera eitthvað annað". Þetta óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni verður tækifæri til að gera „eitthvað annað". Vegleg verðlaun Í verðlaun eru 1.000.000 kr. frá Landsbankanum auk aðstoðar sérfræðinga Matís við þróun viðskiptahugmyndar að upphæð 2.500.000 kr. og aðstöðu í húsakynnum Matís. Framúrskarandi viðskiptahugmyndir fá tækifæri til að kynna fyrir völdum fjárfestum. Samhliða keppninni verður aðstandendum tíu efstu viðskiptahugmyndanna boðið upp á fræðslu um þróunar- og framleiðsluferla í matvæla- og líftækniiðnaði auk fræðslu um áætlanagerð viðskiptahugmynda og fjárfestakynningar. Sæktu um Ef þú ert að gera „eitthvað annað" og vilt fá viðurkenningu, verðlaun og tækifæri til að ná til fjárfesta hvetjum við þig til að sækja um. Umsóknarfrestur er til kl. 17, næstkomandi mánudag. Nánari upplýsingar um keppnina og umsóknir á síðu Landsbankans og á www.matis.is/nyskopun

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica