Fréttir

Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum

Verkefni R 005-11 "Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum" er lokið og skýrsla um það aðgengileg á vefsíðunni http://www.sjavarutvegur.is/Bleikja/index2.htm

27.8.2013

Verkefnið ,,Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum“ hófst um sumarið 2011 og var haft til viðmiðunar stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva frá 2009. Verkefnið er styrk af AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi.islandsbleikja

Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum

 

Markmið

Verkefnið ,,Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum“  hófst um sumarið 2011 og var haft til viðmiðunar stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva frá 2009. Verkefnið er styrk af AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Markmið verkefnis var að:

·        Hanna bleikjueldisstöð fyrir íslenskar aðstæður þar sem haft er til viðmiðunar lykilorðin; einfalt, ódýrt, öruggt og lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa.

·        Skipuleggja bleikjueldisstöð m.t.t. þess að bæta vinnuaðstöðu og auka afköst.

·        Miðla þekkingu til bleikjueldismanna og skilgreina mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni.

 

Í verkefninu var skoðað hvernig best er að standa að stækkun núverandi bleikjueldisstöðva sem einnig mun nýtast við uppbyggingu nýrra stöðva.

 

Skipulag og þátttakendur

Í stuttu máli samanstóð verkefnið af upplýsingaöflun, þekkingarmiðlun, vinnufundum og útgáfu á skýrslu með niðurstöðum og tillögum.  Samtals voru 18 þátttakendur að þessu verkefni; samtök, bleikjueldisfyrirtæki, stofnanir og þjónustufyrirtæki.

 

Vefsíða verkefnisins

Þegar verkefnið hófst um sumarið 2011 var útbúin vefsíða þar sem upplýsingum og niðurstöðum var miðlað til þátttakenda og annarra áhugasamra (http://www.sjavarutvegur.is/Bleikja/index2.htm).  Á vefsíðunni er einnig að finna almennar upplýsingar um bleikjueldi og þá sérstaklega efni sem tengist hönnun, skipulagningu og upplýsingum sem geta nýst til að draga úr umhverfisáhrifum strand– og landeldisstöðva.

 

Vinnufundir

Haldnir voru fjórir vinnufundir en þeir voru undirbúnir af stjórn verkefnisins og framsögumönnum sem tóku fyrir ákveðið efni. Á vinnufundunum voru haldin framsöguerindi og í framhaldi af því var þátttakendum skipt niður í litla hópa þar sem farið var yfir niðurstöður og tillögur framsögumanna eða það sem fram kom í erindi. Eftir vinnufund voru öll erindi sem haldin voru ásamt samantekt af niðurstöðum sett á vefsíðu verkefnisins. Í framhaldi af því skrifuðu framsögumenn drög að kafla sem settur var á netið og síðan nýttur í lokaskýrslu.

 

Afrakstur

Afrakstur verkefnisins eru erindi, vefsíða og skýrsla sem gefur gott yfirlit yfir fjölmarga þætti er lúta að hönnun og skipulagningu landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Skýrslan samanstendur af 12 köflum og aftast í flestum þeirra er að finna niðurstöður og tillögur um áframhaldandi vinnu.

 

Staðan

Lítil uppbygging hefur verið í strand- og landeldisstöðva á undanförum árum þar sem markmiðið hefur verið að byggja upp matfiskeldi á bleikju. Mest hefur verið um endurbætur á eldri stöðvum þar sem m.a. hefur verið notaður efniviður úr strand- og landeldisstöðvum sem hafa verið lagðar niður.    Hugmyndir hafa verið um að byggja nýjar stöðvar en af því hefur ekki orðið fram að þessu.  

 

Áframhaldandi þróun

Fjölmargar tillögur eru um tækniútfærslur í skýrslunni sem hver og einn verður að meta hvað hentar best í hverju tilviki. Það er þó ljóst að mikil vinna er framundan með það að markmiði að byggja upp samkeppnishæft strand- og landeldi sem getur keppt við eldi í kvíum í framtíðinni. E.t.v. er þörf á að stíga út úr boxinu við áframhaldandi þróun á næstu árum. Það verður erfitt að byggja upp samkeppnishæft bleikjueldi með núverandi tækni. Þörf er á umtalsverðum breytingum á annarri kynslóð strand- og landeldisstöðva hér á landi. Nokkrar tillögur eru í skýrslunni sem vonandi nýtast frumkvöðlum á næstu árum. 

 

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica