Fréttir

Gæðasalt í saltfiskverkun

Verkefnið R 088-11 "Gæðasalt í saltfiskverkun" er lokið

27.8.2013

Á Matís er lokið verkefni sem styrkt var af AVS-sjóðnum og Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið var samvinnuverkefni Agna ehf., Matís og Tæknifræðináms Keilis.

Meginmarkmið verkefnisins voru að nýta hráefni og orku úr jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota mætti til að draga úr verðmætarýrnun við saltfiskverkun.

Fréttatilkynning til AVS vegna verkefnis „Gæðasalt úr jarðsjó“ (tilvísunarnúmer R 11 088-11).

Á Matís er lokið verkefni sem styrkt var af AVS-sjóðnum og Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið var samvinnuverkefni Agna ehf., Matís og Tæknifræðináms Keilis.

Meginmarkmið verkefnisins voru að nýta hráefni og orku úr jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota mætti til að draga úr verðmætarýrnun við saltfiskverkun. Salt framleidd úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Túnis, með því að verka þorskflök með pæklun og þurrsöltun. Agnir ehf. og Tæknifræðinám Keilis önnuðust þróun á framleiðsluferli saltsins og Matís sá um söltunartilraunir.

Leitað var lausna á tæknilegum vandamálum við nýtingu jarðsjávar til framleiðslu fiskisalts. Niðurstöður efnagreininga með massagreini (ICP-MS) uppfylltu skilyrði SÍF staðals, varðandi magn ólífrænna snefilefna í fiskisaltinu að undanskildum kopar sem mældist yfir mörkum, sem hugsanlega skýrist af mikilli óvissu í mælingum.

Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnu úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma, þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að bragðgæðum.

Skýrsan er enn sem komið er lokuð.

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica