Fréttir

"Örveruhemjandi eiginleikar SaliZyme nefskols" fréttatilkynning

Verkefni R 028-11

28.5.2013

SaliZyme nefskol er ný vara sem unnið er aðhjá Ensímtækni efh (Zymetech). Varan er byggð á Penzyme tækninni sem í felst notkun og nýting á hreinsuðum þorskatrypsínum.

 

 

SaliZyme nefskol er ný vara sem unnið er aðhjá Ensímtækni efh (Zymetech). Varan er byggð á Penzyme tækninni sem í felst notkun og nýting á hreinsuðum þorskatrypsínum. Helstu markmið þessa verkefnisvoru að kanna örveruhemjandi eiginleika SaliZyme gagnvart örverum sem sýkja efri öndunarveg og erfitt er að meðhöndla. Niðurstöðurnar sem fengust munu reynast vel þegar kemur að notagildi, markaðsetningu og sölu áSaliZyme. SaliZyme nefskol mun verða selt sem heilsuvara í Evrópu í samvinnu við markaðsdrifin lyfja og líftæknifyrirtæki. Innan verkefnisins var sýnt fram á mikla virkni SaliZyme gegn Respiratory syncytial veiru (RSV). Engin fullvirk lyf eru til gegn sýkingum af völdum RS veiru en þær ryðja oft veginn fyrir frekari sýkingum í öndunarvegi af völdum baktería og sveppa. Einnig var sýnt fram á í verkefninu að þorskatrypsín hindrar bindigetu sýkla við mannafrumur. Í tilraununum voru notaðar bakteríurnar Staphylococcus aureus og Methicillin ónæmur staphylococcus aureus (MRSA) ásamt gersveppnum Candida albicans. Þessar örverur eiga það sameiginlegt að vera algengar í sjúkrahústengdum sýkingum og geta oft valdið slæmum sýkingum í öndunarvegi. Innan verkefnisins var einnig borin saman geta þorskatrypsíns og nautatrypsíns við að brjóta niðurprótein í náttúrulegu formi. Þær niðurstöður sýna mikla yfirburði þorskatrypsíns við niðurbrot próteina sem gefur til kynna að  þorskatrypsín hafi mikla getu til að brjóta niður bindiprótein á yfirborði örvera og minnka þannig sýkingargetu þeirra. Þessar upplýsingar hafa aukið áhuga og traust neytenda og samstarfsaðila á vörum okkar. Frekari rannsóknir munu eiga sér stað á eiginleikum þorskatrypsína í samvinnu  Ensímtækni efh, Raunvísindastofnunar Háskólans og annarra innlendra og erlendra samstarfsaðila.

 

Þetta verkefni var stutt af AVS Rannsóknarsjóði í Sjávarútvegi (Tilvísunarnúmer: R12 028-11).

 

 

 

 

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica