Fréttir

Frá köfun í maga - fréttatilkynning

Verkefnið "Frá köfun í maga" V 006-11

28.5.2013

Verkefninu Gourmet Diving er lokið. Markmið verkefnisins var að undirbúa stofnun fyrirtækis með því að meta framboð og gæði sjávarfangs sem týnt yrði og veitt á sjávarbotni á mismunandi köfunarstöðum á Vestfjörðum. Skýrsluna má nálgast hér

Fréttatilkynning – Gourmet Diving/Frá köfun í maga

Verkefninu Gourmet Diving er lokið. Markmið verkefnisins var að undirbúa stofnun fyrirtækis með því að meta framboð og gæði sjávarfangs sem týnt yrði og veitt  á sjávarbotni á mismunandi köfunarstöðum á Vestfjörðum. Þess konar nýting yki nýtingu og verðmæti sjávarfangs sem aflað er á strandsvæðum. Viðbótar niðurstöður af verkefninu eru auk þess vitneskja um vistfræði sjávarbotnsins sem hefur ekki verið könnuð með þessum hætti áður.

Verkefnið er mikilvægur mílusteinn í þróun nýrrar afþreyingar ferðaþjónustu á Íslandi sem bara mun styrkja þann iðnað til framtíðar.

Verkefnið hefur hlotið umtalsverða fjölmiðlaumfjöllun. Fyrsta fréttin birtist í Bæjarins besta 13.08.2012 og á vef fréttamiðilsins og á fasbókarsíðu hans á sama tíma. Fréttin rataði einnig á visir.is þann sama dag auk þess sem fjallað var um verkefnið í september blaði Sóknarfæri – Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi. Frétta og þjóðlífsþátturinn Landinn hefur tekið upp innslag um verkefnið og mun birtast á næstunni. mynd

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica