Fréttir

Fréttatilkynning: Sala og framleiðsla náttúrulegra/lífvirkra þurrefna úr íslensku sjávarfangi

Green in Blue hefur lokið verkefninu R 051-12 (Skýrslan er þó lokuð enn um sinn),

21.3.2013

Á vegum þróunarfélagsins Green in Blue, Matís og IceCo hefur að undanförnu verið unnið að markaðsrannsóknum og vöruþróun á þurrkuðum afurðum úr íslenksku sjávarfangi og hliðarafurðurm fiskvinn

Á vegum þróunarfélagsins Green in Blue, Matís og IceCo hefur að undanförnu verið unnið að markaðsrannsóknum og vöruþróun á þurrkuðum afurðum úr íslenksku sjávarfangi og hliðarafurðurm fiskvinnslu.  Í þessu sambandi hafa verið framleiddur nokkur fjöldi  frumgerða afurða, mælingar hafa verið gerðar á efnainnihaldi þeirra, vörulýsingar útbúnar og þær kynntar fyrir mögulegum erlendum kaupendum á vörusýningum og með fundahöldum hér á landi og erlendis. 

Eftirfarandi vörur og hráefni hafa m.a. verið teknar til skoðunar:
 Sjávarþörungar sem afla má í verulegu magni hér við land.  Sérstakleg hefur verið litið til þurrkunar á afurðum sem vinna má úr þeim til manneldis sem krydd, matvöru eða heilsubótarvöru
 Reyndar hafa verið nokkrar tegundir hráefna og þurrktækni til framleiðslu á bragðefnum í matvælaframleiðslu í samvinnu við alþjóðlegt bragðefnafyrirtæki
 Tilraunaframleiðsla hefur farið fram á þurrkuðum fiskbitum til súpugerðar úr nokkrum tegundum hvítfiska
 Í samvinnu við innlend framleiðslufyrirtæki hafa nokkrar tegundir gæludýrasnakks verið framleiddar úr fiskroði og fiskhakki og kynntar fyrir erlendum kaupendum
Unnið hefur verið með alþjóðlegu fyrirtæki að greiningu á roðframboði hér á landi á landi og mögulega nýtingu þess til gelatínframleiðslu.  Ennfremur hafa verið kannaðir möguleikar á uppsetningu á sérhæfðu þurrkfyrirtæki hér á landi í samstarfi við þýskt fyrirtæki.

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica