Fréttir

Vestfirskt sjávarsalt

Saltvinnsla á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

21.3.2013

Saltverk Reykjaness hóf framleiðslu á hágæða sjávarsalti á árinu 2011. Hefð er fyrir saltframleiðslu á staðnum sem nær allt aftur til ársins 1774 sem byggt er á.

Vestfirskt sjávarsalt frá Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi

Saltverk Reykjaness hóf framleiðslu á hágæða sjávarsalti á árinu 2011. Hefð er fyrir saltframleiðslu á staðnum sem nær allt aftur til ársins 1774 sem byggt er á. AVS sjóður í sjávarútvegi hefur í tvígang komið að styrkveitingu til handa Saltverki sem nýst hefur við uppbyggingu á starfsemi í Reykjanesi, nú í síðara skiptið undir styrkflokknum Atvinnusköpun í sjávarbyggðum. Í upphafi ársins 2013 hefur verkefnið skapað 3 ný störf á Vestfjörðum og vinna nú að jafnaði 5-6 starfsmenn við uppskeru á íslensku sjávarsalti, sölu og dreifingu jafnt innanlands sem beggja vegna Atlantsála. Vestfirskt sjávarsalt fæst nú á yfir 200 útsölustöðum þar sem rúmlega helmingur þeirra er innanlands en gert er ráð fyrir því að nú þegar á árinu 2013 vegi útflutningur meira en starfsemi innanlands. Með því skapast dýrmætar gjaldeyristekjur ásamt því að starfsemin innanlands gerir hið sama þar sem allar samkeppnisvörur eru innfluttar. Hafist verður handa við að bjóða ferðaþjónustutengda starfsemi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu af fullum krafti sumarið 2013. Búast má við að atvinnusköpunin aukist við þetta um 1-2 stöðugildi.

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica