Fréttir

Fréttatilkynning: Iceland Responsible Fisheries

Fréttatilkynning um verkefni R 011-12 um kynningu á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga

5.3.2013

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi veitti á árinu 2012 veglegan styrk til að kynna og markaðssetja íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) á mörkuðum erlendis.

Fréttatilkynning

 

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi veitti á árinu 2012 veglegan styrk til að kynna og markaðssetja íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) á mörkuðum erlendis. Styrkurinn er mikilvæg viðbót við það fé sem íslensk fyrirtæki í framleiðslu og sölu á sjávarafurðum leggja til verkefnisins, en Íslandsstofa  leggur til vinnu markaðsstjóra verkefnisins.

Öflugt markaðs- og kynningarstarf er einn mikilvægasti þáttur verkefnisins og er megináhersla lögð á íslenskan uppruna og ábyrga fiskveiðistjórnun í kynningarstarfinu.  Framtíðarsýnin er að íslenskar sjávarafurðir þyki framúrskarandi valkostur og verði eftirsóttar á erlendum mörkuðum vegna gæða og ferskleika afurðanna sem eiga uppruna sinn í hreinu hafsvæði þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Einnig er unnið að vottun á ábyrgum fiskveiðum undir merkjum IRF. 

Verkefnið er rekið af sjálfseignarstofnuninni Ábyrgum fiskveiðum, en að því standa félagasamtök í sjávarútvegi. Íslandsstofa sér um markaðsstarfið samkvæmt samningi við Ábyrgar fiskveiðar ses.

Helstu verkþættir, sem unnið var að á sl. ári voru:

·         Gerð kynningarefnis, bæklingar, kvikmynd o.fl.

·         Vefurinn www.ResponsibleFisheries.is

·         Þátttaka í sjávarútvegssýningum og kynningarfundir erlendis (í Bremen, Boston, Brussel og Vigo)

·         Almannatengsl, kynningar fyrir erlendum blaðamönnum, greinaskrif o.fl.

·         Kynning innanlands

·         Heimsóknir á markaðssvæði, til erlendra kaupenda, smásala og dreifingaraðila

·         Aðstoð og þjónusta við þátttökufyrirtækin

 

Haldið verður áfram á sömu braut á þessu ári. Nú sem aldrei fyrr er sameiginlegt markaðsátak mjög mikilvægt vegna aukinnar samkeppni, vaxandi framboðs og minnkandi kaupgetu í okkar helstu markaðslöndum.

 

Aðstandendur IRF verkefnisins þakka AVS fyrir veglegan styrk. Því fé hefur verið vel varið í þágu íslensks sjávarútvegs.

 

Finnur Garðarsson, verkefnastjóri, Ábyrgum fiskveiðum ses.

Guðný Káradóttir, forstöðumaður markaðssókn vöru og þjónustu, Íslandsstofu

Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica