Fréttir

Skýrsla: Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu

R 026-10

28.11.2012

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af hennigulldepla_mynd við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Skýrsluna má sjá hér.

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu.

Í verkefninu „Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu" var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica