Fréttir

Umsóknarfrestur 1. desember, 2012

Umsóknarfrestur vegna styrkja 2013 verður 1. desember, 2012

4.10.2012

Stjórn AVS rannsónasjóðs í sjávarútvegi hefur ákveðið að umsóknarfrestur vegna styrkja ársins 2013 verði 1. desember 2012. Þetta er gert til þess að flýta megi útgreiðslu styrkja ársins. Auglýsingu um styrk má sjá hér.

Stjórn AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi ákvað á fundi sínum 2. október s.l. að umsóknarfrestur vegna úthlutunar styrkja á árinu 2013 verði 1. desember, 2012. Þetta er gert til þess að hægt verði að úthluta styrkjum fyrr á árinu, en umsækjendur hafa oft óskað eftir því. Eins og kunnugt er tekur umtalsverðan tíma að vinna úr umsóknum og meta umsóknir og forgangsraða þeim. Oft hefur undirbúningsvinna vegna styrkja valdið því að styrkir hafa ekki verið tilbúnir til greiðslu fyrr en í maí eða júní. Með því að færa umsóknarfrestinn fram er vonast til þess að unnt verði að hefja greiðslu styrkja í febrúarlok eða í mars og  ætti það að verða styrkþegum til umtalsverðrar hagræðingar. Stjórn AVS sjóðsins vonast il þess að umsækjendur taki vel í þessa breytngu, sem verður auglýst í fjölmiðlum á allra næstu dögum.

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica